Skapast hefur hefð fyrir því hjá Vestmannaeyjabæ að kveðja starfsfólk sem látið hefur af störfum vegna aldurs með sérstakri viðhöfn í árslok.
Í gærkvöldi bauð Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, starfsfólki sem látið hefur af störfum á árinu til samverustundar í Eldheimum. Þar færði Íris þeim lítinn þakklætisvott fyrir framlag þeirra til Vestmannaeyjabæjar á starfsævinni og minntist hvers og eins með nokkrum orðum.
Alls sjö einstaklingar létu af störfum vegna aldurs á þessu ári. Þeir eru Aðalheiður Sveinsdóttir Waage, Allan F. Alison, Einar Steingrímsson, Ingunn Elín Hróbjartsdóttir, Linda Sigurlássdóttir, Ólafur Lárusson og Sveinn Rúnar Valgeirsson.
Vestmannaeyjabær þakkar öllum ofangreindum samstarfið á síðastliðnum árum og áratugum og óskar þeim gæfuríkrar framtíðar.
Það var hann Bjarni Sigurðsson ljósmyndari sem tók myndir fyrir Tígul.