Miðvikudagur 17. júlí 2024

Starfsfólk Sea life Trust: Andri Júlíusson

Síðasta ár fórum við í að kynna starfsfólkið á bakvið Beluga Whale Sanctuary, heimili þeirra Litlu Grá og Litlu Hvít. Við höldum áfram og kynnumst síðustu starfsmönnunum.

Starf: Aðstoðarmaður dýrateymissins

Hvaðan ertu: Vestmannaeyjum

Hvað ertu búin að starfa lengi hjá Beluga Whale Sanctuary:
Í ca. 2-3 ár.

Af hverju ákvaðstu að byrja hjá Beluga Sanctuary:
Ég ólst upp með dýrum og hef alltaf elskað dýr og mér hefur alltaf langað að vinna með þeim. Svo fékk ég tækifæri til að vinna með þeim og þetta er skemmtilegasta starf sem ég hef haft.

Hver er skemmtilegasti starfsfélaginn sem þú hefur haft:
Harry er án efa sá allra skemmtilegasti starfsfélagi sem ég hef haft. Hann er fyndinn, alltaf í góðu skapi og varð strax eins og stóri bróðir minn. Hann er líka mjög klár að vinna með hvalina.

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér:
Ég mæti um kl: 9 og fer á fund þar sem er rætt um allt sem þarf að gera þann dag og annað hvort fer ég í afgreiðsluna til kl: 16 eða byrja að þrífa glerið hjá fiskunum. Þegar ég klára þrifin fer ég að aðstoða við að gefa lundunum að borða áður en ég fer í hádegismat. Eftir það aðstoða ég við allt sem þarf hjálp við sem er allt frá því að þrífa og uppí að hjálpa við leikstundir með dýrunum.

Hvað er skemmtilegasti parturinn af starfinu:
Það er að gefa Litlu Hvít og Litlu Grá að borða. Þær eru alltaf til í að fá að borða.

Eftirlætis dýrið sem þú hefur unnið með:
Það er mjög erfitt að gera uppá milli dýranna. Ég hef unnið með Beluga hvalastelpunum Litlu Grá og Litlu Hvít, lundunum okkar, selunum í Húsdýragarðinum, evrópskum álum, þorskum, ufsum, sænetlum, fýlsungum og ritum og þau hafa öll svo ólíka persónuleika og mismunandi þarfir að það er skemmtilegast að fá að kynnast þessu öllu.

Sturluð staðreynd:
Beluga hvalir sofa ekki eins og við sofum. Beluga hvalir þurfa alltaf að vera vakandi til að anda því þeir geta ekki andað sjálfkrafa eins og við. Þess vegna, þegar beluga hvalir verða þreyttir, sefur bara helmingurinn af heilanum þeirra á meðan hinn helminginn er vakandi, svo þegar hinn helmingur verður þreyttur þá sefur sá helmingur. Þannig ná beluga hvalir alltaf að vera vakandi til að anda.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search