Starfsfólk Sea life Trust: Alejandra Blay

Síðasta ár fórum við í að kynna starfsfólkið á bakvið Beluga Whale Sanctuary, heimili þeirra Litlu Grá og Litlu Hvít. Við höldum áfram og kynnumst síðustu starfsmönnunum.

Starfsheiti:
Ég er meðlimur dýraverndar.

Hvaðan ertu:
Ég er frá Alicante á Spáni.

Hversu lengi hefur þú unnið með Beluga Whale Sanctuary:
Ég byrjaði í mars 2023, rétt áður en við fluttum mjaldrana út. Svo það eru nú þegar liðnir 9 mánuðir og ég nýt þess í botn!

Hvers vegna vildir þú vinna með Beluga Whale Sanctuary?
Ég vissi af verkefninu og hafði mikinn áhuga á því. Ég hafði fyrri reynslu af dýralífsrannsóknum og vettvangsvinnu, sérstaklega með sjófuglum, en mig hefur alltaf langað til að vinna nánar við umönnun dýra og þá sérstaklega á svona dýrabjörgunarstað.

Hvernig er dæmigerður dagur hjá þér:
Okkur er skipt niður á 3 mismunandi verkefni. Ég vinn mest með lundunum. Og með lundunum okkar er það fyrsta sem ég geri er að athuga hvort öll dýrin séu í lagi og eftir það byrja ég að þrífa. Það tekur stundum mikinn tíma, 11 fuglar geta kúkað mikið! Eftir það vigta ég þá og gef þeim. Það sem eftir er dagsins hef ég nægan tíma til að setja mismunandi leikföng (auðgun) fyrir dýrin, ég gef þeim meira og hjálpa öðrum samstarfsmönnum mínum í öðrum verkefnum. Við bjóðum uppá leiðsöguferðir alla daga kl 14 og ég fer reglulega með þá gesti um staðinn okkar , mér finnst mjög gaman að tala um þessi sérstöku dýr okkar.

Hver er uppáhaldsparturinn þinn í starfinu:
Ég elska að læra eitthvað nýtt á hverjum degi, þar sem ég er að vinna með sjávardýr veit ég núna miklu meira um dýravelferð en áður og mér finnst alltaf gaman að hugsa um nýjar leiðir til að bæta líf þeirra. Mér finnst líka mjög gaman að geta hjálpað bænum yfir lundapysjutímabilið. Við leggjum mikið upp úr því að endurhæfa fugla og sleppa þeim og samvinna allra fjölskyldna eyjarinnar er nauðsynleg til þess.

Hvert er uppáhaldsdýrið sem þú hefur unnið með:
Ég hef mjög gaman af öllum dýrum í sjónum, jafnvel krossfiskarnir geta verið mjög áhugaverðir.

Kanntu eitthvað íslenskt orð:
Eftir að hafa búið hér í tvö ár og þurft að versla mikið í matvörubúð veit ég að ost er ostur og grænmeti grænmeti. Einnig takk fyrir og bless bless.

Einhver skemmtileg staðreynd:
Lundar eru traust dýr, þeir eru með sama maka alla ævi. Á Beluga Sanctuary erum við með tvö lundapör: Freyju og Þór, Týr og Óðinn (erum farin að halda að Týr sé jafnvel kvenkyns). Á varptímanum, á sumrin, eyða þau öllum deginum saman við að snerta gogginn og daðra!

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search