Starfsemi dagdvalar á Hraunbúðum í aðdraganda jóla

Fólkið hjá okkur tekur þátt í hinum ýmsu verkefnum sem láta gott af sér leiða

Við í dagdvölinni tókum meðal annars þátt í verkefninu “Jól í skókassa” þar sem við skiluðum frá okkur 26 kössum af ýmsum nytjahlutum fyrir fátæk börn í Úkraínu. Fólkið okkar föndraði jólakortin sem fylgdu hverjum kassa en í kortunum var kveðja á úkraínsku sem Natalia þýddi fyrir okkur.

Í kössunum voru einnig handverk frá okkur sem munu eflaust nýtast vel. Öllum þótti verkefnið skemmtilegt og voru glaðir að leggja sitt af mörkum.

Undanfarnar vikur höfum við líka fengið verkefni frá henni Þóru í Kubuneh við að þræða bönd utan um poka og setja smellur á margnota dömubindi sem hún sendir svo út til Kubuneh. Hver stúlka fær poka með dömubindum og öðrum hreinlætisvörum.

Starfið hjá okkur er mjög fjölbreytt og við leggjum mikið upp úr því að finna verkefni sem hæfir hverjum og einum.

Starfsfólk dagdvalar

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is