Þriðjudagur 5. desember 2023

Starfið í Féló – myndir

Það eru fjórir starfsmenn sem munu starfa í félagsmiðstöðinni í vetur. Öll hafa þau reynslu að vinna með krökkum og erum við hjá Vestmannaeyjabæ virkilega lánsöm að hafa fengið þetta fólk til þess að vinna hjá okkur

Guðbjörn Guðjónsson hefur starfað tvívegis hjá okkur í félagsmiðstöðinni en hann vinnur einnig upp í grunnskóla sem stuðningsfulltrúi auk þess að vera leiðbeinandi á leikskólanum Sóla.

Gunnar Karl er einnig að starfa hjá okkur í annað skipti og hefur verið verið að mennta sig í millitíðinni, auk þess þá er hann í mastersnámi með vinnunni í félagsmiðstöðinni.

Ingunn Silja er að hefja annað starfsár hjá okkur auk þess að hafa starfað á frístund í samhliða og haldast þessi störf vel í hendur.

Jón Kristinn er að vinna hjá okkur í fyrsta skipti en hann lauk námi við framhaldsskólann seinasta vor, hann starfar einnig á frístund og spilar með ÍBV í knattspyrnu. Allir okkar starfsmenn starfa bæði með yngra sem og unglingastiginu í vetur.

Við bjóðum upp á opnunartíma fyrir tvö aldursstig.

Annars vegar er opið fyrir 5, 6 og 7unda bekk frá klukkan 16:00 – 18:00 alla mánudaga og miðvikudaga. Síðan er opið fyrir unglingastigið eða 8, 9 og 10unda bekk frá 19:30 – 22:00 alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Það hefur verið vel mætt fyrstu vikuna og hlökkum við mikið til vetrarins með þessum krökkum.

Markmið með félagsmiðstöðinni er fyrst og fremst að veita krökkunum tækifæri til samveru og til þess að stunda heilbrigðar tómstundir undir leiðsögn okkar reyndu tómstundaleiðbeinenda

Það verður mikið um að vera hjá okkur í vetur og sérstakt þema og keppnir í boði vissa daga, en það verður auglýst sérstaklega. Auk þess að um mikið af afþreyingu að ræða. Þá er hægt að horfa á sjónvarp, spila tölvuleiki, spila borðspil, borðtennis, pool, þythokky ásamt fl. Félagsmiðstöðin er komin á nýjan stað, þá í hvíta húsinu á Strandvegi 50 sem er staðsett við hliðina á krónunni. Í vetur ætla ég að tengja félagsstarfið meira við grunnskólann og hafa viðburði í samráði við skólann. Við viljum halda góðri tengingu og vera sýnileg í skólanum.

Eftir að hafa rætt við skólastjórann sjáum við fram á að við getum skapað góða tengingu þarna á milli. Einnig höfum við ákveðið að breyta nafninu á félagsmiðstöðinni og verður það gert í samráði við nemendaráð félagsmiðstöðvarinnar. Nemendaráðið skipa krakkar úr öllum árgöngum unglingastigsins.

Árgangarnir sem sækja félagsmiðstöðina eru misstórir og stöndum við frammi fyrir mjög fámennum árgöngum í unglingastiginu þetta árið

Það er nauðsynlegt að reyna að fá sem flesta til þess að mæta og prufa félagsmiðstöðina.

Núna höfum við verið með opið í tvær vikur og mætingin verið þokkaleg. Flestir sem hafa verið að sækja félagsmiðstöðina þessar fyrstu vikur eru í níunda bekk þrátt fyrir að yfirleitt mæti flestir úr áttunda bekk. Það segjir okkur að þeir krakkar sem voru í fyrra líkaði vel og mæta því aftur. Mikið af krökkum eiga eftir að prufa að mæta og höfum við ekki miklar áhyggjur af því. Yngra stigið sem inniheldur þrjá áranga hafa verið gríðarlega dugleg að mæta og hefur hefur mætingin verið langt umfram væntingar.

Ég er ekki viss um að Þórólfur hafi verið ánægður en við vorum það vissulega. Krakkarnir voru þá mest ánægð að geta mætt á samastað þar sem þau geta keypt sér nammi án þess að foreldrarnir röfli yfir því að það sé ekki í lagi að borða nammi klukkan fjögur á mánudegi. Krakkarnir eru jákvæð fyrir starfinu og tel ég að þetta verði flottur vetur.

Við stöndum frammi fyrir fordæmalausum tímum og því erfitt að segja til um hvað framtíðin ber í skauti sér. Eins og staðan er núna erum við að ganga í gegnum en eina bylgjuna af covid19 faraldrinum. Það mun líklega hafa eitthver áhrif á það hvernig starfið mun vera í vetur og misjöfn staða hjá krökkunum, hvort þau treysti sér til að mæta, lendi í sóttkví og þar fram eftir. Við hugum mikið að hreinlæti og reynum eins og við getum að passa upp á heilsu krakkanna.

Í félagsmiðstöðinni eru sprittbrúsar í hverju horni og helstu snertifletir eru sprittaðir af starfsfólki eftir hverja vakt. En þrátt fyrir allt þá höfum við ekki tekið eftir því að krakkarnir hafi miklar áhyggjur af þessu, þau mæta í félagsmiðstöðina og þar láta þau eins og ekkert hafi í skorist, og við fögnum því. Það er mikilvægt að krakkarnir hafi tækifæri á samveru á tímum sem þessum.

Nýja húsnæðið hefur vakið mikla lukku og tel ég að það bjóði upp á mikið af tækifærum. Mestan tíma hefur tekið að græja innganginn í húsinu en það er allt komið vel á veg. Það er verið að hnýta síðustu hnútana núna og fer allt að verða klárt. Við sjáum því ekki fram á annað en að veturinn verði góður og að við munum efla félagsstarfið í Vestmannaeyjum enn meira.

Kær kv. Breki Ómarsson
Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is