04.05.2020
Vegna samkomubanns verður álfasala SÁÁ með óhefðbundnum hætti að þessu sinni. Álfurinn er mættur á netið í ýmsum útgáfum og við vonum að allir hafi gaman af því og sem flestir sjái sér fært að styrkja starf SÁÁ með svo óhefðbundnum hætti.
Starfsemi SÁÁ er sérstaklega mikilvæg nú á óvissutímum þar sem búast má við því að eftirspurn eftir þjónustunni muni aukast.
Álfurinn okkar hefur alltaf fengið frábærar viðtökur hjá landsmönnum og við vonum að stafræna álfinum verði eins vel tekið!
Finndu uppáhalds álfinn þinn hérna: https://alfasala.is/collections og styrktu SÁÁ!