Þriðjudagur 4. október 2022

Stærsti hellir Vestmannaeyja

Milli Kervíkurfjalls og Litlhöfða er lítil vík sem samkvæmt örnefnaskrá Gísla Lár á Heimaslóð heitir Kópavík vegna selláturs sem þar var áður

Sennilegt er talið að hún hafi upphaflega heitið Kervík vegna kermyndunar sem þarna er og að fjallið dragi nafn sitt af henni.

Siga þarf niður um fjóra metra. Landstakkur til hægri.

Ég á barnæskuminningar um sölvatekju í urðinni austast og norðanmegin við Litlhöfða með Gvendi Tegeder heitnum og Sverri syni hans. Þetta er alveg fremst í fyrrnefndri Kópavík. Þarna fórum við á sólríkum dögum og týndum vel. Í urðinni er fallegur drangur sem heitir Landstakkur og í kringum hann er mikill sjávargróður.

Séð norður Stakkabót. Komið niður í Landstakksurð.

Þegar vel fjarar er hægt að komast hringinn í kringum Landstakkinn með smá brölti og inn í Litlhöfðahelli sem samkvæmt heimildum er stærsti hellir sem hér er. Ég man eftir flugvélabraki inni í hellinum en í haust var það ekki sjáanlegt. Hellirinn er opinn í báða enda og líklega vel umflotinn á flóði.

Önnur leið ofan í hellinn er að festa línu á stalli framan við Landstakkinn og síga 4 metra niður að inngangi hans en þá þarf að kunna vel til klifurtækni – geta fest línu með sómasamlegum hætti og vera fær um að lesa sig upp hana til baka ef ekki er fært í kringum Landstakkinn. Þarna er auðvitað líka hægt að fara á bát þvert yfir Stakkabót.

Séð norður Stakkabót. Komið niður í Landstakksurð.

Leiðin niður norðurhlíð Litlhöfðans er vel brött og þarf að hafa varann á sér en það er mikil upplifun að koma í þennan glæsilega helli. Ég tók með mér línu og setti upp til stuðnings fyrir hóp sem ég fór með þarna síðastliðið haust á tveimur stöðum; fram af móbergsstalli efst á höfðanum og svo var sigið niður í hellinn.

Róbert Marshall

Hellirinn er firnastór og opinn í báða enda en austurinngangurinn er neðansjávar.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is