Stærsta stundin að vinna þýsku deildina sem fyriliði Bayern Munchen

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er gríðarlega sterkur varnarmaður og spilar í liði Bayern sem var besta varnarlið þýsku deildarinnar. Bayern varð þýskur meistari og Glódís spilaði líka stóra rullu í því að Bayern komst í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Glódís hefur líka spilað algjört lykilhlutverk í íslenska landsliðinu. Glódís Perla Viggósdóttir var í léttu spjalli við Tígul.

Fæðingardagur og ár? 27. júní 1995

Staða á vellinum? Miðvörður.

Ferill sem leikmaður? HK, stjarnan, Eskilstuna United, Fc Rosengård og Bayern München.

Bestu leikmenn sem þú hefur spilað með? 

Caroline Seger og Pernille Harder. 

Erfiðasti andstæðingurinn? Marta.

Titla sem þú hefur unnið? 

Íslandsmeistari 2x, bikarmeistari á Íslandi 2x, Bikarmeistari í Svíþjóð 2x, Svíþjóðarmeistari 1x og Þýskalandsmeistari 2x. 

Hver eru markmið þín í fótboltanum? 

Verða betri á hverju ári og draumurinn er að vinna meistaradeildina.

Besti þjálfari sem þú hefur haft og af hverju? 

Verið mjög heppin með marga mjög góð. En Uppáhalds þjálfararnir mínir eru þjálfarar með mjög skýra sýn á hvernig þeir vilja fótbolta og þar sem æfingarnar snúast alltaf um það að verða betri sem einstaklingur/lið í því hvernig við viljum spila fótbolta. 

Hver var þín helsta fyrirmynd þegar þú varst yngri? Katrín Jónsdóttir fyrirliði Íslenska landsliðssins á þeim tíma.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum? Mér finnst skemmtilegast í possession æfingum. 

En það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? 

Eitthvað sem er ekki leiklíkt. 

Mestu vonbrigði á vellinum? Komast ekki á HM.

Stærsta stund á þínum ferli? 

Vinna þýsku úrvalsdeildina sem fyrirliði Bayern Munchen. 

Hvernig er hefðbundinn leikdagur hjá þér? 

Borða morgunmat, liðkun eða æfing fer eftir hvenær leikurinn er, svo bara passa mig að borða og drekka nóg yfir daginn og slaka á uppí sófa. Legg mig ef mér finnst ég þurfa þess. 

Ertu hjátrúafull fyrir leiki? 

Já allskonar sem ég er hjàtrúafull með. Spila alltaf i sama íþróttatoppnum og þarf alltaf að gera sömu “prehab” upphitun inní klefa fyrir leik sem dæmi. 

Áttu þér áhugamál fyrir utan fótbolta? Mér finnst stundum gaman að elda. Annars finnst mér gaman að fara í aðrar íþróttir eða á kaffihús/veitingastaði og eyða tíma með fjölskyldu og vinum. 

Fórst þú oft á TM mótið í Eyjum? 

Ég fór aldrei á það því miður.

Hvað þurfa krakkar sem eru að leggja leið sína á TM- og Orkumótið í Eyjum að gera til þess að ná langt í fótbolta? 

Hafa metnað og vera duglegir að æfa sig. Vinna fyrir draumunum sinum og aldrei gefast upp, þá verða þeir líka miklu sætari þegar maður nær þeim. 

Hjá hvaða liði hafa verið þínir bestu tímar á ferlinum? Ég hef átt mjög góða tíma og lært mikið í öllum liðum sem ég hef verið í þannig það er erfitt að velja. Átti mörg mjög góð ár í Svíþjóð en það er líka mjög gaman að keppast um að vera besta lið i Evrópu með Bayern München.

Hver er sterkasta deild sem þú hefur spilað í? 

Þýska deildin.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search