Stærsta olíuskip sem komið hefur til Vestmannaeyja

Fure Valo

Rétt fyrir hádegi í gær kom Fure Valo til hafnar sem er stærsta olíuskip sem komið hefur til Vestmannaeyja. Fure Valo IMO 9739836 er 150 metra langt og 23 metra breitt. Starfsmönnum hafnarinnar ásamt áhöfn gekk vel að koma skipinu að bryggju en búið er að undirbúa komu skipsins undanfarna daga. Fure Valo var  í Vestmannaeyjahöfn fram á kvöld í gær en lét þá úr höfn á ný.

Mikil umsvif eru í Friðarhöfn í dag og næstu daga og viljum við biðja bæjarbúa að taka tillit til þeirra fjölmörgu starfsmanna sem eru við vinnu á svæðinu og takmarka alla umferð um hafnarsvæðið bæði akandi, hjólandi og gangandi vegfarenda.

Myndirnar tók Bjarni Sigurðsson.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search