Okkur hefur í smá tíma langað til að stækka brotið á Tígli og gera það veglegra, ákváðum við að slá til svo í dag kemur út fyrsta Tígulblaðið í nýju broti. Stærðin er mitt á milli A5 og A4,170×240 cm. Í dag setjum við í loftið nýja heimasíðu og er því enn aðgengilegra fyrir fólk að ná í meiri upplýsingar .
Vonum að bæjarbúar taki vel í síðuna okkar og muni nýta sér hana til upplýsingar og skemmtunar og taki eins vel á móti stærri Tígli. Við viljum þakka enn og aftur fyrir frábærar móttökur fyrsta hálfa árið okkar.