Tígull tékkaði á Björgunarsveitinni í morgunsárið og fékk fréttir af nóttinni. Það voru útköll í alla nótt en einn hópur stóð vaktina þar til um 4 leytið, þá kalla þurfti inn fleiri vegna trillu þar sem lensidæla hafði bilað og náðist að lensa trilluna áður en hún sökk. Útkall var um 8 leytið þar sem að bílskúr hafði sprungið upp. Erfitt er að halda utan um nákvæma tölu verkefna þar sem var um að ræða 2-3 hliðarverkefni í sama útkalli. Þeir giska á að verkefnin í heildina hafi verið í kringum 140. En 112 útköll komu í gegnum 112. Um áttaleytið voru vindhviðurnar komnar í 37 m/s en aðeins er byrjað að lægja en samkvæmt veðurspá verður áfram hvasst fram yfir hádegi. Það er nokkuð ljóst að mikið tjón hefur orðið í óveðrinu sem gekk yfir landið.
Frekari fréttir hér: https://tigull.is/yfir-180-verkefni-fra-thvi-kl-1700-til-midnaettis/
Tókum nokkrar myndir sem við látum fylgja með.
Dúkurinn á salthúsi Vinnslustöðvarinnar fokinn af Bílskúr við Hásteinsveg
