Staðan í flugsamgöngum er enn óásættanleg

Í umræðu um samgöngur við Vestmannaeyjar á bæjarstjórnarfundi í gær sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri frá því að Flugfélagið Ernir mun, í samráði við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og að ósk Írisar, fjölga ferðum um eina á viku til og frá Vestmannaeyjum frá og með 1. Febrúar líkt og Tígull hefur greint frá. Verður þá eitt flug á dag þrjá daga vikunnar, mánudaga, þriðjudaga og föstudaga. Íris sagði þetta þá vera fjarri því að vera eðlilegt áætlunarflug heldur Covid-styrkt aðgerð en ekki hefðbundið ríkisstyrkt flug. Hins vegar hefur ráðuneytið falið Vegagerðinni að kanna möguleikan og útfærslur á ríkisstyrktu flugi mill lands og Eyja.

„Það er mikilvægt að inn í þá vinnu fari sú ósk frá samfélaginu að hér sé flug alla daga og að þetta gangi fljótt og vel,“ sagði Íris í máli sínu. Þar er að ýmsu að huga svo sem að þetta samræmist reglum EES samningsins en það styttist í niðurstöðu þessarar vinnu og þá hvernig framtíðar fyrirkomulag áætlunarflugs til Vestmannaeyja verður háttað. „Það er mikilvægt að búið verði að bjóða þetta út og klára þetta áður en við göngum í gegnum annan vetur.“

Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi D-lista tók þó til máls og sagðist reiður. „Staðan í fluginu er gjörsamlega óásættanleg. Það að við skulum hafa verið án flugs í marga mánuði er með ólíkindum,“ sagði Trausti. Þá sagði hann rosalega vont fyrir atvinnulífið að hafa ekki tvær ferðir á dag og kvaðst ekki skilja afhverju þessari viðbótarferð var ekki sett á sama daginn og flogið er nú þegar. Þannig að það væru tvær ferðir einhvern dag vikunnar þannig að hægt væri að komast sama dag frá og til Eyja. „Í atvinnulífinu erum við reyna að fá til okkar sérfræðinga til að sinna verkefnum. Það er mjög erfitt þegar það er bara ein ferð,“ sagði Trausti og ítrekaði að ósk okkar yrði að alltaf að vera tvær ferðir alla daga vikunnar.

Íris svaraði þessu með því að ósk hennar hafi að sjálfsögðu verið flug alla daga en þetta var það sem var í boði og eingöngu vegna þessa að þetta var fóðrað sem Covid-aðgerð. Þá bað hún einnig um það að aukaferðin yrði sama dag og annað flug, en flugfélagið sá sér ekki fært að verða við því.

„Staðan í flugsamgöngum er enn óásættanleg. Í þeirri vinnu sem unnið er að í Vegagerðinni varðandi útboð á ríkisstyrktu flugi til Vestmannaeyja leggur bæjarstjórn áherslu á að flogið verði að morgni og seinnipart dags alla daga vikunnar, til að flugsamgöngur nýtist íbúum sem best,“ segir í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search