Fimmtudagur 29. febrúar 2024
Bærinn Halldór Ben

Staðan í Eyjum

Hér í Eyjum sluppum við nokkuð vel við upphaf þessarar nýju bylgju faraldursins sem nú er í hámarki, eða alveg þangað til síðari hluta desember.

Síðan þá hafa greinst smit reglulega og þau teygt sig víða, m.a. inn á Hraunbúðir og í leik- og grunnskólann. Bekkjadeildir í GRV, kjarnar og deildir á leikskólum, ásamt starfsfólki hafa lent í sóttkví og úrvinnslusóttkví.

Stjórnendur í leik- og grunnskólum hafa borið hitann og þungann af smitrakningunni í skólunum og gert það mjög vel. Foreldrar hafa sýnt ferlinu öllu, þ.e. sóttkví, úrvinnslusóttkví og öðrum þeim aðgerðum sem grípa hefur þurft til mikinn skilning. Þá hefur hertum samkomutakmörkunum almennt verið sýndur mikill skilningur en þetta er ástand sem reynir á marga.

Það er ljóst að staðan á faraldrinum er þannig að við munum þurfa að búa við þessar takmarkanir í einhverjar vikur í viðbót. Þetta er áfram sameiginlegt verkefni okkar allra eins og það hefur verið í tæp tvö ár. Forstöðumenn stofnana bæjarins munu senda frá sér upplýsingar eða tilkynningar ef grípa þarf til einhverra ráðstafana sem hafa áhrif á starfsemi eða þjónustu viðkomandi stofnana.

Ég vil þakka öllum þeim sem lagt hafa mikið á sig til að láta hlutina ganga og líka fyrir þá miklu samstöðu sem ríkt hefur hér í Eyjum í baráttunni við faraldurinn.

Til að geta haldið áfram þá verðum við að trúa á ljósið við enda ganganna. Það ljós sem felst í eðlilegu lífi og samskiptum eins og við þekktum fyrir faraldur. Ég vil trúa því sem segir í ljóðinu “Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga“!

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

Forsíðumynd: Halldór B. Halldórsson

Frétt frá Vestmannaeyjabæ.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search