Þriðjudagur 5. desember 2023
Slökkviliðstöðin 21.01.21

Staðan á nýju slökkvistöðinni – áætluð verklok um mánaðarmótin júní/júlí 2021

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs þann 19. janúar fór Friðrik Páll Arnfinnsson slökkviliðsstjóri yfir stöðu slökkvistöðvar- Nýbygging á Heiðarvegi 14

Stöðuskýrsla/framvinda verks

Gert er ráð fyrir að uppbyggingu verði að fullu lokið um mánaðarmótin júní/júlí 2021 og þá muni slökkviliðið flytja í nýtt og glæsilegt húsnæði sem er sérsniðið að starfseminni og stenst kröfur nútímans.

Verkið er sem fyrr á áætlun, miðar vel áfram og í dag er staðan þessi:

  • Búið er að leggja gólfhita, ganga frá niðurföllum og steypa efri gólfplötu í 2/3 af sal slökkvistöðvar. Verið að leggja hitalagnir í restina og reiknað með að steypa á yfir á morgun(laugardag).
  • Búið er að steypa upp garðveggi norðan og sunnan við aðalanddyri.
  • Búið er að steypa upp stærsta hluta garðveggs milli Tvistsins og Þj.miðst. Verið er að slá upp fyrir síðasta hluta(austast) og þá á aðeins eftir að steypa upp tröppur.
  • Búið að slá upp fyrir tröppum meðfram stigahúsi
  • Búið að slípa og holufylla nánast alla veggi og loft í sl.stöð og stigahúsi
  • Byrjað að múrahúða veggi í sl.stöð
  • Búið er að klæða þak sl.stöðvar og stigahúss, setja þakpappa og lektur
  • Verið að klára uppbyggingu á þakkassa
  • Búið er að ganga frá og jarðvegsfylla í plan framan við aðalinngang.
  • Búið að bráðabirgðaloka húsinu og gera vind/vatnsþétt
  • Einangrun í þak komin til eyja og bíður uppsetningar
  • Niðurrif í eldri hluta komið á fullt skrið.

Framundan er áframhaldandi vinna í þaki, þakkassa og þakklæðningu utandyra, auk þess sem áhersla er lögð á að klára þá uppsteypu í garðveggjum sem eftir er þegar veður leyfir. Innandyra er stefnt að því að setja fullan kraft í að múrhúða veggi og loft, einangra þak og koma sem fyrst hita á hluta
hússins m.a. vegna múr- og málningarvinnu.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is