04.02.2020
Meðal annars voru ræddar sumarlokanir sem enn eru í gangi á HSU í Vestmannaeyjum en Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU var á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess við Díönu að þau rými sem eru á sjúkradeild HSU séu opin þá öll 21, en í sumar voru fjórum plássum lokað en aðeins tvö þeirra opnuð aftur í haust.
Sumarlokanir eru sem sé enn í gangi hjá stofnuninni og ekki virðist vera vilji til þess að opna þau aftur.
Í dag eru sem sé 19 rúm opin á deildinni en eiga að vera 21.
Bæjarráð lýsir áhyggjum af stöðunni og leggur þunga áherslu á að þau rými sem ætluð eru á deildinni séu opin.