Spurt & svarað með Jónasi Sig

 

Aldur: 49 ára

Starf: Skapari

Menntun: Kerfisfræðingur

Fjölskylda: Giftur og tveggja barna faðir.  Var að verða afi í mars þegar lítil stelpa fæddist í heiminn.  Magnað  Kraftaverk.

Hefuru tekið þátt áður í álíka verkefni og Hljómey?   

Já, þetta er svo skemmtileg fyrirbæri.  Þetta “concept” er búið að vera að breiðast út um landið síðustu árin og mjög gaman að fylgjast með því og taka þátt.  Ég hef spilað á nokkrum svona hátíðum í Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Akranesi og núna í Eyjum.

Hvernig leggst þetta í þig?   

Frábærlega.  Hlakka mikið til.  Það er svo gaman að koma heim til fólks til að spila og upplifa nándina sem því fylgir.

Áttu þér eftirlætisverkefni sem þú hefur tekið þátt í?  

Vá, óteljandi falleg verkefni.  Ég er svo heppinn að hafa fengið að upplifa svo margt sturlað á þessu ferðalagi mínu með músíkinni.  Tónleikar á þrettándanum fyrir nokkrum árum með Lúðrasveit Vestmannaeyja og Þorlákshafnar fyrir fullu húsí í Höllinni er ofarlega á þessum lista.

Hvað er framundan hjá þér?  

Fullt af sköpun.  Ný músík.  Ný ævintýri.  Ég og konan mín erum núna að koma okkur fyrir í Hveragerði þar sem við keyptum sögufrægan blómaskála og verslun; Blómaborg.  Það er ævintýri sem ekki sér fyrir endann á.

Áttu einhverja tenginu við Vestmannaeyjar?  

Já, svo sannarlega.  Föðurfólkið mitt er undan Eyjafjöllum og því mikil tenging til Eyja. Pabbi var sjómaður í Eyjum margar vertíðir og var duglegur að segja mér sögur af ævintýralegum tímum.  Ég ólst náttúrulega upp í Þorlákshöfn með Herjólf eins og “portal” við annan ævintýraheim; Vestmannaeyjar handan við hafið.  Ég man fyrir mörgum árum, næstum eins og í öðru sólkerfi þegar ég var um tvítugt og ég og vinur minn gáfum út plötuna Sólstrandargæjarnir.  Nokkrum vikum síðar fengum við boð um að spila í Eyjum og ákváðum að skella okkur frekar óöryggir með hvað myndi eiginlega gerast.    

Í Vestmannaeyjum hafði greinilega eitthvað mikið gerst því nánast allir sem við hittum frá því við yfirgáfum Herjólf voru að syngja Rangur maður og Sólstrandargæji og fleiri lög af þessari plötu.  Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði að hafa skapað eitthvað sem væri að öðlast eigið líf. Ég gleymi því ekki meðan ég lifi, móttökunum sem ég upplifði í Eyjum og tilfinningunni.

Hver er þín helsta fyrirmynd og afhverju?  Erfitt að segja.  Því eldri sem ég verð því betur sé ég hvernig við erum öll mennsk á endanum þó margir geti sett upp flottan “front” og hættulegt að setja fólk á stall.  En það er svona góðar erkitýpur sem ágætt að nota sem kompass;  Jesús, Búdda, Lenny Kravitz,  John Bonham svo einhverjir séu nefndir.

Draumaverkið þitt er… ?  Eitthvað sem tjájir sannleika og fegurð; hreint og tært, tilgerðarlaust.  Ljótt er líka fallegt í því samhengi.  En fyrst og fremst einlægt og ærlegt.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search