Spurt & svarað með Helga í Úlfur Úlfur

 

Aldur: 37

Starf: Freelance video og hljóð fyrir auglýsingar og tónlistarmaður

Menntun: Ekki mikil

Fjölskylda: Giftur Kolfinnu Kristínardóttur og faðir tveggja drengja sem heita Sæmundur og Ólafur

Hefuru tekið þátt áður í álíka verkefni og Hljómey? 

Hvernig leggst þetta í þig? 

Við höfum spilað á Heima hátíðinni í Hafnarfirði, Akranesi og Keflavík líka minnir mig. Við elskum að koma fram á „minni“ stöðum þar sem meiri tenging næst við tónleikagesti svo þetta leggst hrikalega vel í okkur!

Áttu þér eftirlætisverkefni sem þú hefur tekið þátt í?

Gerð platnanna Tvær Plánetur og Hamfarapopp eru mér alltaf ofarlega í huga. Virkilega skemmtilegur tími. Svo er það líklega að semja tónlist fyrir þættina Stella Blómkvist.

Hvað er framundan hjá þér?

Bara fara fullur tilhlökkunar inní sumarið. Vinna uppí bústað, gigga með Úlfur Úlfur og reyna að ná smá sól. 

Áttu einhverja tenginu við Vestmannaeyjar?

Já heldur betur. Amma mín ólst þar upp og ég bjó þar fyrstu tvö ár ævi minnar. Systir mín fæddist þar líka svo manni þykir alltaf vænt um Vestmannaeyjar. 

Hver er þín helsta fyrirmynd og afhverju?

Bruce Springsteen. Hann hefur verið nettur síðan 73 og verður það líklega áfram. 

Draumaverkið þitt er… ?

Að gera aðra Úlfur Úlfur plötu

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search