Miðvikudagur 17. júlí 2024

Spurt & svarað með Elínu Hall

 

Aldur: 25

Starf: tónlistar- og leikkona

Menntun: leiklist úr LHÍ

Fjölskylda: miðju barn í systrahópi

Hefuru tekið þátt áður í álíka verkefni og Hljómey og hvernig leggst þetta í þig? 

Ég tók þátt í nokkuð svipuðu prógrammi á Airwaves í fyrra sem hluti af svona hliðardagskrá við hátíðina. Svo hefur maður oft spilað í heimahúsum hjá fólki í afmælum eða veislum. Ég kann vel við það. Mér finnst það einlægt og henta minni músík vel.

Áttu þér eftirlætisverkefni sem þú hefur tekið þátt í?

Ég hef alltaf verið mikill Bubba aðdáandi svo að fá að leika hann í 9 Líf í Borgarleikhúsinu er ótrúlegt.

Hvað er framundan hjá þér?

Um þessar mundir er ég að leika Vigdísi Finnbogadóttur í nýjum sjónvarpsþáttum um líf hennar. Eftir það er planið að halda útgáfutónleika og spila eins mikið og ég get í sumar. Hver veit nema maður kíki aftur til Eyja

Áttu einhverja tenginu við Vestmannaeyjar?

Heldur betur, kærastinn minn Máni Huginsson er ættaður úr Eyjum. Ég á heila tengdafjölskyldu þar. Svo shout out á Huginn Egilsson og Láru Dögg Margrétardóttur og litlu systkini Mána, Hlín og Jóel. Þau eru best.

Hver er þín helsta fyrirmynd og afhverju?

Amma mín er mín helsta fyrirmynd. Hún er rithöfundur og algjör kjarnorkukona. Hún kenndi mér að sjá sögur í öllu.

Draumaverkið þitt er… ?

Að leika Línu Langsokk!

Eitthvað að lokum?

Hlakka ótrúlega til að koma og spila á Hljómey, sjáumst!

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search