Spurt & svarað – fermingarbörnin

Við fengum nokkur fermingarbörn til þess að svara spurningum.

 

Rómeó máni van der Linden

Fjölskylda: Pabbi minn heitir Jón Örvar van der Linden, Mamma mín Lind Hrafnsdóttir, systir mín Herdís Lind van der Linden, litli bróðir minn Hrafn Mikael van der Linden og hundurinn okkar Perla.

Hvar og hvenær líður þér best? 

Þegar ég er með vinum mínum og fjölskyldunni. Líka þegar ég fer út í göngu með Perlu, hundinn minn.

Ertu til í að lýsa þér í þremur orðum?  Vinalegur, hjálpsamur og góður.

Hvernig nærðu slökun?  Þegar ég er að horfa á sjónvarp.

Uppáhaldsstaður á Íslandi? Vestmannaeyjar.

Besti matur í heimi? Pizza.

Hvað app/forrit notar þú mest? TikTok og Discord.

Uppáhalds tónlist? Get ekki valið.

Hvað er drauma starfið?  Arkitekt eða tölvunarfræðingur.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju?  Teiknibók, penna og pizzu.

Hvað er á óskalistanum? 3D prentari og hvolpur.

Ertu A eða B týpa?  Ég er Rómeótýpa!

Uppáhaldshlutur? Tölvan mín og síminn minn.

Ef þú ættir eina ósk? Að afi væri kominn heim af spítalanum.

 

Rakel Rut Rúnarsdóttir

Fjölskylda: Pabbi: Rúnar Þór Karlsson, Mamma: Karen Haraldsdóttir og Systir: Rebekka Rut Rúnarsdóttir.

Hvar og hvenær líður þér best? Þegar ég er með vinum mínum og fjölskyldu.

Ertu til í að lýsa þér í þremur orðum?  Syngjandi, sæl og jákvæð.

Hvað app/forrit notar þú mest? Ég held að ég noti Abler mest.

Uppáhaldsstaður á Íslandi? Uppáhaldsstaðurinn minn er bara hér í Eyjum.

Besti matur í heimi?  Bollur í brúnni sósu.

Hvað er draumastarfið?  Ég er ekki búin að ákveða það.

Uppáhaldstónlist?  Það er Popptónlist.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju?  Mat, vatn og tjald.

Hvað er á óskalistanum?  Ég veit það ekki.

Ertu A eða B týpa?  Ég er bæði A og B týpa.

Uppáhaldshlutur? Uppáhaldshluturinn minn er rúmið mitt.

Ef þú ættir eina ósk?  Ég myndi óska mér að eiga farsæla framtíð.

 

Arnar Gísli Jónsson

Fjölskylda: Mamma mín heitir Guðrún María, pabbi minn heitir Jón Helgi og systir mín heitir Svala Bríet.

Hvar og hvenær líður þér best? Heima, þegar ég er með fjölskyldunni minni.

Ertu til að lýsa þér í þremur orðum? Frábær vinur, hjartagóður og kurteis.

Hvað app/forrit notar þú mest? Örugglega Tiktok eða Snapchat.

Uppáhald staður á Íslandi? Örugglega Reykjavík.

Besti matur í heimi? Lambalæri með brúnni sósu og karamellu kartöflum.

Hvað er drauma starfið? Atvinnumaður í fótbolta.

Uppáhaldstónlist:  Brazilian phonk.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju?  Vatn, mat og föt.

Hvað er á óskalistanum? Peningur og Airpods.

Hvort ertu A eða B týpa?  B týpa myndi ég að segja.

Uppáhaldshlutur: Rúmið mitt.

Ef þú ættir eina ósk? Að allir í heiminum gætu lifað þægilega án þess að stressa sig yfir neinu.

 

Una María Elmarsdóttir

Fjölskylda: Pabbi: Elmar Hrafn Óskarsson (Emmi) Mamma: Sólveig Adólfssdóttir  Systir: Elísabet Lilja Elmarssdóttir Bróðir: Baldur Örn Elmarsson 

Hvar og hvenær líður þér best? Heima hjá mér og þegar að eg er með vinkonum mínum.

Ertu til í að lýsa þér í þremur orðum?  Samviskusöm, hugmyndarík og skipulögð. 

Hvað app/forrit notar þú mest? Tiktok. 

Uppáhaldsstaður á Íslandi? Reykjavík og Siglufjörður. 

Besti matur í heimi? Subway. 

Hvað er draumastarfið? Hárgreiðslukona 

Uppáhaldstónlist? Bara misjafnt. 

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju? Símann minn, hleðslubanka og skordýraeyði. 

Hvað er á óskalistanum? Utanlandsferð. 

Ertu A eða B týpa? A týpa.

Uppáhaldshlutur? Síminn minn.

Ef þú ættir eina ósk? Geta lesið hugsanir.

 

Védís Eva Bjartmarsdóttir

Fjölskylda: Mamma mín heitir Hjördís og pabbi minn heitir Bjartmar. Síðan á ég systir sem heitir Elína og þrjá bræður sem heita Anton Máni, Adam Smári og Auðun Elí. Stjúpfaðir minn heitir Atli og stjúpbróðir minn heitir Jens.

Hvar og hvenær líður þér best?  Mér líður best þegar ég er heima.

Ertu til í að lýsa þér í þremur orðum? Hugmyndarík, stundvís og frekar óákveðin.

Hvað app/forrit notar þú mest? Tik tok.

Uppáhaldsstaður á Íslandi? Seyðisfjörður og Vestmannaeyjar. 

Besti matur í heimi? Kjúklingasalat.

Hvað er draumastarfið? Ég er ekki viss.

Uppáhaldstónlist? Ég hlusta bara á flest alla tónlist.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju? Vatn, mat og dýnu.

Hvað er á óskalistanum? Peningur og utanlandsferð 

Ertu A eða B týpa? A týpa.

Uppáhaldshlutur? Síminn minn.

Ef þú ættir eina ósk? Að ég gæti lesið hugsanir.

 

Bjartey Ósk Smáradóttir

Fjölskylda: Mamma mín heitir Sigurlína Guðjónsdótti, pabbi minn heitir Smári Kristinn Harðarsson, systir mín heitir Siguríður Margrét Sævarsdóttir og bræður mínir heita Guðjón Smári Smárason og Aron Kristinn Smárason.

Hvar og hvenær líður þér best? Mér líður best þegar að ég er heima hjá mér og með vinkonum mínum.

Ertu til í að lýsa þér í þremur orðum?  Þrjú orð sem að ég myndi segja að lýsa mér væri metnaðarfull, skemmtileg og réttlát.

Hvað app/forrit notar þú mest? Ég nota oftast Snapchat ogTik tok. 

Uppáhaldsstaður á Íslandi?  Uppáhaldsstaðurinn minn á Íslandi er Reykjavík, Sauðárkrókur og Vestmannaeyjar.

Besti matur í heimi?  Sushi, ég elska sushi. 

Hvað er draumastarfið? Sko, ég er ekki alveg viss hvað draumastarfið mitt er útaf það er svo mikið hægt að gera.

Uppáhaldstónlist? Það er til svo mikið af tónlist svo að ég get ekki valið.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju? Þrír hlutir sem að ég myndi taka með á eyðieyju væri veiðistöng, kveikjari og vatn.

Hvað er á óskalistanum? Fullt af makeuppi og fötum.

Ertu A eða B týpa? Ég myndi segja að ég væri A týpa.

Uppáhaldshlutur?  Uppáhalds hluturinn minn er bangsinn sem að ég er búin að eiga síðan að ég var tveggja ára sem að heitir Blái.

Ef þú ættir eina ósk? Ef að ég ætti eina ósk myndi ég eiga endalaust af peningum.

 

Bergdís Björnsdóttir

Fjölskylda: Mamma mín heitir Hrefna og pabbi minn heitir Björn svo á ég tvö systkini sem heita Kristjana og Birkir.

Hvar og hvenær líður þér best? Heima með fjölskyldunni minni og spila íþróttir. 

Ertu til í að lýsa þér í þremur orðum? 

Metnaðarfull, umhyggjusöm og samviskusöm.

Hvað app/forrit notar þú mest? Snapchat.

Uppáhaldsstaður á Íslandi? Akureyri.

Besti matur í heimi?  Pasta og grillkjöt.

Hvað er draumastarfið? Atvinnukona í handbolta eða kenna. 

Uppáhaldstónlist? Ég get ekki valið.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju? Kveikjara, tjald og símann minn.

Hvað er á óskalistanum? Crazy flight handbolta skór.

Ertu A eða B týpa? B.

Uppáhaldshlutur? Síminn.

Ef þú ættir eina ósk? Frið í heiminum. 

 

Miguel Smári Fonseca

Fjölskylda: Mamma mín heitir Nanna Sigurjónsdóttir og pabbi minn Nuno Miguel Moreira Da Fonseca svo á ég eina systur sem heitir Jenný María og hundurinn okkar Collý.

Hvar og hvenær líður þér best?  Heima – alltaf þegar ég er heima.

Ertu til í að lýsa þér í þremur orðum? Skemmtilegur, keppnismaður og yfirleitt hress og kátur.

Hvernig nærðu slökun? Tiktok og Snapchat.

Uppáhaldsstaður á Íslandi? Vestmannaeyjar.

Besti matur í heimi? Mmmm nautasteik

Draumastarfið? Atvinnumaður í fótbolta.

Uppáhalds tónlist? Engin sérstök. 

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju?  Mat, vatn og hníf.

Hvað er á óskalistanum? Ferð til útlanda og pening.

Ertu A eða B týpa? Ég er sko B týpa.

Uppáhaldshlutur? Síminn minn. 

Ef þú ættir eina ósk? Verða atvinnumaður í fótbolta. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search