Spurt og svarað um stöðuna í Vestmannaeyjum – Viltu þú fá svar við þinni spurningu?

22.03.2020

Við hvetjum ykkur til að fara inn á vefsíðuna http://www.slido.com sláið inn þáttökukóðann Covid19-VM þá koma upp spurningar sem þú þegar eru komnar inn, ef þín spurnig er það þá gefurðu henni LIKE, þær spurningar sem fá flestu like verða teknar fyrir, og ef að þín spurning er ekki á þessum lista þá getur þú bætt henni við.

Hérna eru spurningar sem eru efstar núnar:

Er verið að ræða það að Herjólfur loki fyrir farþegaflutninga á næstunni? Alls 59 Like

Nú þegar staðfest smit á íbúa eru nær tvöfalt fleiri hér í Eyjum en í Lombardi héraði, megum við búast við útgöngubanni á allra næstu dögum? Alls 41 like

Er spítalinn í Eyjum undir það búinn að leggja inn sjúklinga sem eru sýktir eða verða allir sem þurfa innlögn sendir á Landspítala? Alls 24 like

Er ekki kominn tími á útgöngubann og loka Eyjunni. Af nýjum smitum á einum degi þá voru Vestmannaeyjar með 0.1% allra nýrra smita á heimsvísu. Þetta gengur ekki? alls 17 like

Opið verður fyrir innlögn í spurningabankann fram til kl 15:00 í dag mánudag.   Hjörtur Kristjánsson sóttvarnalæknir, Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri munu svo svar þeim spurningum sem helst brenna á fólki í myndbandi.

Stefnt er svo að því að koma myndbandinu á heimasíðu bæjarins í kvöld mánudag 23. mars.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is