23.03.2020
Undanfarinn sólahring hafa bæjarbúar getað lagt inn spurningar til Aðgerðastjórnar Almannavarna í Vestmannaeyjum.
Notast var við kerfið slido.com þar sem að bæjarbúar gátu gefið þegar innlögðum spurningum stig og þannig aukið vægi spurningar. Margar mjög áhugverðar spurningar komu fram og í þessu myndbandi er leitast við að svara þeim á skilmerkilegan hátt.
þau sem að sátu fyrir svörum voru: Páley Borgþórsdóttir, Lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Íris Róbertsdóttir Bæjarstjóri Vestmannaeyja og Hjörtur Kristjánsson sóttvarnarlæknir.