Sprengja fannst í Safnhúsinu

30.01.2020 kl 15:10

Hörður safnstóri með tveimur sprengjusérfræðingum þessa mynd tók Óskar Pétur

Sprengjusérfræðingar mættu í Safnúsið til að kanna með sprengju

Við skráningu safnmuna hér í geymslu Sagnheima kom í ljós að í fórum safnsins var hlutur sem leit út fyrir að vera einhverskonar sprengja. Engar upplýsingar voru á hlutnum, hvaðan hann kom eða hvenær.

Að sjálfsögðu hefði það verið óábyrgt af safnstjóra að gera ekki neitt og því tókum við myndir af sprengjunni og sendum til Landhelgisgæslunnar til þess að fá upplýsingar um hvort sprengjan (fallbyssukúlan) væri virk eða ekki.

Þær upplýsingar sem við fengum voru þær að hér væri um að ræða 165mm fallbyssukúlu en ekki lægi fyrir hvort hún væri virk eða ekki.

Í morgun komu svo tveir sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunni og skoðuðu kúluna og gegnumlýstu hana með þess til gerðum tækjabúnaði ásamt því að setja einhver mælitæki á gripinn.

Að lokum var ákveðið að fara með sprengjuna til Reykjavíkur til frekari skoðunar.  Sprengjan var síðan sett í til þess gerðan kassa og eftir því sem safnstjóri best veit í augnablikinu er sprengjan á leið inn á Selfoss og andar safnstjóri því léttar og er bara feginn að losna við gripinn. Þess má geta svona í lokin að safnstjóri nýtti tækifærið og afhenti þessum sérfræðingum skotfæri sem voru í geymslu safnsins.

Að lokum væri afar fróðlegt að vita hvort einhver lesanda miðilsins kannist við þessa fallbyssukúlu.

Einnig vil safnstjóri þakka sérfræðingum Landhelgisgæslunnar fyrir mjög svo fagmannlega framkomu og eiga þeir bestu þakkir fyrir.

Hörður Baldvinsson safntjóri

Landhelgisgæslan telur að kúlan sé úr herskipinu Hood sem orrustuskipið Bismarck sökkti vestan við Ísland en Hitler átti það skip, Bretar eltu svo Bismarck og fór svo að lokum að þeir náðu að sökkva skipinu rétt áður en það komst til hafnar í Frakklandi.

Nánar frá Vísindavefnum um Orrustuskipið Bismarck

Orrustuskipið Bismarck og systurskip þess Tirpitz voru öflugustu herskip Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni og á sínum tíma sennilega þau öflugustu í Atlantshafinu. Bretar óttuðust mjög um sinn hag með tilkomu Biskmarcks því herskipafloti þeirra var úr sér genginn og gamaldags þó þeir hefðu yfir margfalt fleiri herskipum að ráða. Þeir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að finna Bismarck og eyðileggja og beittu til þess hátt í sjötíu skipum og kafbátum og ótal flugvélum. Svo fór að lokum að þeir náðu að sökkva skipinu rétt áður en það komst til hafnar í Frakklandi. Níu daga för Bismarcks og fylgdarskipsins Prinz Eugens síðari hluta maímánaðar 1941 er ein frægasta og dramatískasta viðureign herskipa síðustu aldar og vel þess virði að líta nánar yfir atburðarásina.

Þessar myndir tók Haraldur Þorsteinn Gunnarsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search