Þriðjudagur 26. september 2023

Sprengingar í tengiskáp við Búastaðarbraut í dag – Video

Þetta myndband náðist um hálf fimm leitið í dag þegar skammhlaup varð í tengiskáp á Búastaðabraut. Eins og sjá má þá eru miklir kraftar þarna á ferð, eldglæringar, sprengingar og svo eldur í kjölfarið. Neyðarlínan hafði samband við sl.stjóra sem ásamt lögreglu vaktaði tengikassann þar til starfsmenn HS-veitna komu á staðinn skömmu síðar og rufu strauminn að kassanum. Þá var einingis minniháttar eldur inni í kassanum sem var slökktur með dufttæki.
Það er full ástæða að minna fólk á að fara gríðarlega varlega þegar svona lagað á sér stað og halda sig í öruggri fjarlægð, snerta ekki kassann og reyna ekki að slökkva fyrr en örugglega er búið að rjúfa strauminn að kassanum. Þó svo að kassinn logi og næstu hús séu orðin rafmagnslaus þá getur ennþá verið mjög há spenna að kassanum sem þarf að rjúfa annarstaðar frá.
Ljósmyndirnar sýna hvernig umhorfs var eftir að búið var að rjúfa straum og slökkva í glæðum.

Hér er myndband af atvikinu í dag

Greint er frá þessu inn á facebook síðu Slökkvilið Vestmannaeyja

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is