Vestmannaeyjabær hefur nýverið endurnýjað samstarf um heilsueflingar og rannsóknarverkefnið „Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum – Leið að farsælum efri árum”. Vestmannaeyjabær fyrsta sveitafélagið sem býður íbúum upp á framhaldsnámskeið. Blaðamaður Tíguls kíkti í tíma hjá þátttakendum og fékk að heyra hvernig þeim hefur gengið.
Nafn: Sævaldur Elíasson
Aldur: 73 ára
Hvað ertu búinn að taka þátt lengi í verkefninu? Ég hef tekið þátt frá upphafi, í um 2 ár.
Hvað ertu að mæta oft í viku? 2x
Hvað gerir þetta fyrir þig? Finnur þú mun á þér? Mér finnst þetta mjög gott, ég er allur miklu styrkari og þetta heldur manni við efnið. Svo fer ég daglega í göngu eða reyni það.
Ef þetta verkefni hefði ekki komið til sögunnar – reiknar þú með að þú hefðir farið sjálf/ur í svona hreyfingu? Nei ekki í tækjasalinn en ég hefði alltaf farið í göngur.
Fyrir þá sem eru enn ekki að mæta og eru að hugsa sig um – ertu með einhver orð fyrir þau? Ég mæli hiklaust með þessu – það er líka félagsskapurinn í þessu og maður er að hitta annað fólk heldur en maður hittir annars.
Nafn: Sigurborg Erna Jónsdóttir
Aldur: 78
Hvað ertu búinn að taka þátt lengi í verkefninu? Ég hef tekið þátt frá upphafi, í um 2 ár.
Hvað ertu að mæta oft í viku? 3x í viku.
Hvað gerir þetta fyrir þig? Finnur þú mikinn mun á þér?
Ég finn mikinn mun bæði andlega líkamlega. Svo æðislegt að koma og hitta fólkið. Félagsskapurinn er mjög góður.
Hvernig / Hvaða æfingar finnst þér skemmtilegastar að gera?
Mér finnst mest gaman í teygunum.
Ef þetta verkefni hefði ekki komið til sögunnar – reiknar þú með að þú hefðir farið sjálf/ur í svona hreyfingu? Ég hef alltaf verið að ganga en aldrei farið í tækjasalinn.
Skiptir fatnaðurinn þig máli / skór o.s.frv?
Mæliru með einhverju sérstöku?
Best er að eiga góða gönguskó og svo bara nota það sem maður á.
Fyrir þá sem eru enn ekki að mæta og eru að hugsa sig um – ertu með einhver orð fyrir þau? Bara taka skrefið og stökkva á þetta. Það þurfti að ýta á mig til að skrá mig í þetta og ég sé sko alls ekki eftir því.
Nafn: Sjöfn K Benonýsdóttir
Aldur: 84
Hvað ertu búinn að taka þátt lengi í verkefninu? Ég hef tekið þátt frá upphafi, í 2 ár.
Hvað ertu að mæta oft í viku? 3x í viku svo labba ég á milli og skelli mér annað slagið í sund.
Hvað gerir þetta fyrir þig? Finnur þú mikinn mun á þér?
Mjög mikinn mun, meira þol, þrek og styrk. Eftir að ég byrjaði að fara í þreksalinn þá fór ég að fara í sund og pottana og þetta hvatti mig til þess.
Hvernig / Hvaða æfingar finnst þér skemmtilegastar að gera?
Mér finnst þetta flest allt skemmtilegt.
Ef þetta verkefni hefði ekki komið til sögunnar – reiknar þú með að þú hefðir farið sjálf/ur í svona hreyfingu? Nei, ég heyrði af þessu verkefni í Reykjanesbæ og var hvött til þess að skella mér í þetta hér. Sem ég gerði.
Skiptir fatnaðurinn þig máli / skór o.s.frv?
Best er að eiga góða skó.
Fyrir þá sem eru enn ekki að mæta og eru að hugsa sig um – ertu með einhver orð fyrir þau? Hvet þau að skella sér strax meðan að tækifærið gefst. Hægt er að byrja í Janusarverkefninu við 65 ára aldur en þetta mætti vera fyrr, jafnvel um 60.
Bæjarstjórnin á heiður skilið fyrir að koma þessa verkefni af stað og halda þessu áfram gangandi.
Nafn: Áki Heinz Haraldsson
Aldur: 74
Hvað ertu búinn að taka þátt lengi í verkefninu? frá upphafi frá sept 2019
Hvað ertu að mæta oft í viku? 3x. Fer í göngu 1x í viku og þrek 2x í viku.
Hvað gerir þetta fyrir þig? Finnur þú mikinn mun á þér?
Stóran mun, styrkari og ekki eins skvabbkenndur. Finn mun á þoli – ég labba eitthvað á hverjum degi. Fer allar mínar ferðir gangandi.
Hvaða æfingar finnst þér skemmtilegastar að gera?
Nei, mér finnst þetta allt saman skemmtilegt.
Ef þetta verkefni hefði ekki komið til sögunnar – reiknar þú með að þú hefðir farið sjálf/ur í svona hreyfingu? Ég hafði aldrei komið inn í tækjasal þegar ég byrjaði – ég reikna ekki með að ég hefði farið sjálfur. Þetta er algjörlega nýtt.
Skiptir fatnaðurinn þig máli / skór o.s.frv? Mæliru með einhverju sérstöku?
Aðallega léttum bol og góðum skóm.
Fyrir þá sem eru enn ekki að mæta og eru að hugsa sig um – ertu með einhver orð fyrir þau? Ég hiklaust mæli með þessu eins og þetta hefur verið hjá mér – nú eru komin 2 ár – hefði ekki viljað missa af þessu.
Mér finnst þetta vera eins og ein fjölskylda.