Spjall við Sunnu og Sigurgeir

Laugardaginn 16. nóvember kl. 11:00 í Einarsstofu, Safnahúsi verða Sigurgeir Jónsson og Sunna Einarsdóttir að kynna nýju bókina sína og árita bækur ef þess er óskað. Einnig verða teikningar Sunnu Einarsdóttur sem myndskreytti bókina til sýnis. Tónlistaratriði á vegum Tónlistarskóla Vestmannaeyja.

Sunna var ekki gömul þegar hún vakti athygli fyrir pennateikningar sínar og hélt sína fyrstu sýningu fyrir einu og hálfu ári á veitingastaðnum Einsa kalda sem fjölskyldan á og rekur og Hótel Vestmannaeyjum. Og sýningin stendur enn og hún selur grimmt.
„Það var 2016 sem ég byrjaði að teikna og ætla halda áfram á þessari braut. Ég hef ekki mikið teiknað á þessu ári en ég er ekki mjög lengi með hverja mynd þegar ég byrja. Þessa teiknaði ég á Þorláksmessu í fyrra,“ segir Sunna og bendir á mynd af ljónshöfði. „Hún heitir Amma ljón og er tileinkuð ömmu Margréti sem veiktist mikið rétt fyrir jólin í fyrra. Hún hefur síðan barist eins og ljón og náð ótrúlegum árangri,“ segir Sunna að endingu.

Tígull hafði samband við Sunnu og Sigurgeir og kastaði á þau nokkrum spurningum:

Sunna Einarsdóttir

Fullt nafn: Sunna Einarsdóttir

Aldur: Verð 15 í Nóvember

Fjölskylda: Einar Björn eða Einsi Kaldi eins og margir þekkja hann, Bryndís, Margrét Íris systir mín og Dagur bróðir minn.

Áhugamál:  Elska fótbolta, svo auðvitað að teikna.

Hvar líður þér best?  Heima og í Draumbæ hjá ömmu og afa

Hvað óttastu mest?  Ég er hræðilega myrkfælin

Býrðu yfir leyndum hæfileika?  Magadansinn minn er rosalegur

Hvað geturðu sjaldnast staðist?  Kökur og fara snemma að sofa

Instagram eða snapchat?  Verð að segja instagram

Hvaða þættir eru í uppáhaldi hjá þér? Allt með Steinda, Audda, Sveppa og þeim. Grey’s Anatomy er líka í miklu uppáhaldi.

Hvað finnst þér skemmtilegast að teikna? Dýr, svo er mjög gaman að teikna blóm.

Er á planinu að halda sýningu? Sýningin mín er alltaf opin í andyrinu á Hótel Vestmannaeyjum og Einsa Kalda, endilega skellið ykkur!

Stefnir þú á nám tengt myndlist? Held það sé ekki planið en væri gaman að prófa það.

Uppáhalds matur? Kjötsúpan hennar ömmu Margrétar, pizzan hennar ömmu Mjallar og hamborgarhryggur á jólunum.

Uppáhalds litur? Gulur og blár.

Varstu lengi að teikna myndirnar í bókinni? Ég var mjög lengi að teikna þær, var lengst að ákveða hvernig persónurnar áttu að lýta út. Í heildina ca. 3 mánuði.

Sigurgeir

Nafn: Sigurgeir Jónsson

Hvenær fæddur: 26. júní 1942

Fjölskylda: Eiginkonan Katrín, fimm börn og 19 afabörn

Menntun og störf: Kennaraskólinn, Vélskólinn, Stýrimannaskólinn í Vm. Kennsla í yfir 40 ár, sjómennska meðfram því  í 30 ár, blaðamennska af og til í 40 ár. Núna á eftirlaunum.

Uppáhaldsfag í skóla: Íslenska

Uppáhalds kennarinn: Eiginkonan Katrín, að sjálfsögðu!

Stundar þú íþróttir: Já, golf.

Hvað lestu helst: Allt mögulegt, tvær til þrjár bækur á viku. Þessa dagana er sænski rithöfundurinn Marianne Fredriksson í uppáhaldi.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Kiljan.

Besta bíómynd í heimi: Horfi sjaldan á bíómyndir og á enga uppáhalds.

Uppáhalds síða á netinu: Engin sérstök.

Hvenær byrjaðir þú að skrifa: Byrjaði um sex ára aldurinn en af alvöru fyrir þremur fjórum áratugum

Hvað eru bækurnar orðnar margar: Átta, Þórsbókin er stærst, 530 bls. en Munaðarlausa stúlkan styst, 21 bls. 

Er Laxness okkar besti rithöfundur: Já, en margir sem eru ekki langt honum að baki.

Megum við eiga von á fleiri bókum: Já, ein eða tvær í bígerð á næsta ári.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: Flugmaður.

„Mér finnst æðislegt að hafa fengið þetta tækifæri,“ segir Sunna sem er upp með sér að Sigurgeir skyldi leita til hennar um að myndskreyta bókina. „Þetta var erfitt því ég er ekki vön að teikna svona myndir en var mjög gaman,“ bætir Sunna við sem ung varð þekkt fyrir athyglisverðar pennateikningar þar sem hugmyndafluginu er gefinn laus taumurinn.
Sigurgeir er mjög ánægður með útkomuna hjá Sunnu sem fékk frjálsar hendur við myndsköpunina. „Við vorum mjög ánægðir með það að hún fer ekki inn í þennan hefðbundna torfbæjarstíl sem hefur einkennt margar bækur sem byggja á þjóðsögunum. Hún færir þetta nær nútímanum og gerir það svona ljómandi vel. Það eina sem við vildum var að tengja myndirnar við einstaka þætti í sögunni en þær eru að öllu leyti hennar.“
„Það var pínuerfitt að ákveða útlit persónanna en það tókst,“ segir Sunna sem kom flestum vinkonunum á óvart þegar bókin kom út. Þær samgleðjast Sunnu og afinn og amman, Einar Hallgrímsson og Margrét eru að springa úr monti.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search