Spjall við stúdenta

Síðastliðinn laugardag útskrifuðust 27 nemendur frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Tígull tók spjall við Þau Andrés Marel Sigurðsson, Önnu Maríu Lúðvíksdóttur, Jón Grétar Jónasson og Sigrúnu Gígju Sigurjónsdóttur.

Ellert Scheving veitti Andrési viðurkenningu fyrir hönd ÍBV íþróttafélags og veitti honum barmmerki félagsins þeim sem klárað hafa fjórar annir eða fleiri í akademíunni. Anna María fékk viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í dönsku, spænsku, íslensku, raungreinum, heildarárangur á stúdentsprófi og svo Menntaverðlaun Háskóla Íslands sem veitt eru framhaldsskólanemum sem sýnt hafa framúrskarandi árangur á stúdentsprófi, með meðaleinkunn 8,75 eða hærra. Jón Grétar stefnir á nám í Tækniskólanum í píparann en Sigrún Gígja er að fara að flytja til Kaupmannahafnar eftir sumarið. Sigrún Gígja hlaut eftirfarandi viðurkenningar: Fyrir mjög góðan árangur í dönsku, félagsstörf, heildarárangur í félagsvísindagreinum og mjög góðan heildarárangur á stúdentsprófi.

Fullt nafn: Andrés Marel Sigurðsson

Foreldrar: Sigurður Smári Benónýsson og Sigríður Lára Andrésdóttir

Systkini: Frans Sigurðsson og Birna Dís Sigurðsdóttir

Ert þú búin að ákveða hvað þú stefnir á að verða þegar þú verður stór? Er að stefna að fara í smiðinn eftir sumarið. 

Í hvaða skóla þá stefnir þú? Ekki ákveðið

Hvernig er þín upplifun af FÍV? Frábær skóli með frábærum vinum. 

Uppáhalds kennari í FÍV? Tinna Hauks.

Hver var skemmtilegasti áfanginn sem þú tókst? Þegar Einar Fidda var með Enska boltann áfangann.

Eitthvað að lokum? Bara frábær ár að baki í skólanum.

Fullt nafn: Anna María Lúðvíksdóttir.

Foreldrar: Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Lúðvík Jóhannesson.

Systkini: Þau eru þrjú, Þórey, Arnar Þór og Ingi Þór.

Ert þú búin að ákveða hvað þú stefnir á að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki alveg búin að negla það niður en ég veit að mig langar að vera í heilbrigðisgeiranum.

Ætlar þú strax í framhaldsnám? Nei, ég ætla að taka mér árs pásu og vinna.

Í hvaða skóla þá stefnir þú ? Ég stefni líklegast á að fara í Háskóla Íslands.

Staðarnám eða fjarnám? Vonast eftir að geta verið í staðnámi.

Hvernig er þín upplifun af FÍV? Þessi 3 ár í FÍV voru æðisleg, fjölbreytt og ég kynntist fullt af nýjum krökkum.

Uppáhalds kennari í FÍV? Allir kennararnir mínir í FÍV voru yndislegir en auðvitað standa einhverjir upp úr, samt er bara einhvern veginn ekki hægt að velja á milli þeirra, þeir hugsuðu allir svo vel um okkur og þau sáu til þess að okkur líði vel og værum að gera okkar besta.

Hver var skemmtilegasti áfanginn sem þú tókst? Mér fannst mjög skemmtilegt i spænsku, líffræði og að fara í dönsku ferða áfangann.

Eitthvað að lokum?  Bara takk fyrir mig FÍV, mun sakna þín.

 

Fullt nafn: Jón Grétar Jónasson.

Foreldrar: Jónas Guðbjörn Friðhólm Jónsson og Helga Sigrún Ísfeld Þórsdóttir.

Systkini: María Sigrún Jónasdóttir.

Ert þú búin að ákveða hvað þú stefnir á að verða þegar þú verður stór? Já, pípari.

Ætlar þú strax í framhaldsnám? Nei.

Í hvaða skóla stefnir þú á að fara? Tækniskóla Íslands.

Ætlar þú í fjarnám eða staðarnám? Staðarnám.

Hvernig er þín upplifun af FÍV?  Mjög góð.

Uppáhalds kennari í FÍV? Margrét Rut eða Tinna Hauks.

Hver var skemmtilegasti áfanginn sem þú tókst?Fjármálalæsi.

Eitthvað að lokum? Takk fyrir allir í FÍV!

Fullt nafn: Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir.

Foreldrar: Elísa Kristmannsdóttir og Sigurjón Eðvarðsson.

Systkini: Kristmann Þór og Jón Erling.

Ert þú búin að ákveða hvað þú stefnir á að verða þegar þú verður stór? Nei er ekki búin að skoða mikið af valmöguleikum. Finnst þó líklegt að ég fari í einhverja hönnum, grafíska, arkítektúr o.s.frv.

Ætlar þú strax í framhaldsnám? Nei, eftir sumarið ætla ég að flytja til Kaupmannahafnar og njóta lífsins.

Hvernig er þín upplifun af FÍV? Mjög góð. Finnst kennarar og stjórnendur sýna manni mikinn stuðning og heilt á litið fannst mér þessi 3 ár mjög skemmtileg.

Uppáhalds kennarí í FÍV? Get ekki valið, of margir góðir.

Hver var skemmtilegasti áfanginn sem þú tókst? Myndlist.

Eitthvað að lokum? Mæli mjög með FÍV fyrir alla. Námið er fjölbreytt en krefjandi. Kennararnir eru flestir frábærir og mun ég sakna þeirra núna þegar ég er búin með skólann.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search