Þriðjudagur 16. apríl 2024

Spjall við íþróttafólk æskunnar

Árið 2003 var byrjað að tilnefna Íþróttamann æskunnar og hefur valið verið í höndum valnefndar ÍBV.

Í ár voru valdir Íþróttamenn æskunnar eldri (16-19 ára) og Íþróttamenn æskunnar yngri (12-15 ára),  sem þótt hafa skarað fram úr í íþrótt sinni og framkomu.

Íþróttamaður æskunnar  yngri er Andri Erlingsson golfari, handknattleiks- og knattspyrnumaður.

Andri er framúrskarandi iðkandi í fótbolta, golfi og handbolta. Hann hefur verið valinn í landslið og úrtakshópa í öllum íþróttunum þremur. Í síðustu viku   var Andri valinn efninlegasti kylfingur Vestmannaeyja. Hann er ótrúlega samviskusamur og duglegur og á eflaust eftir að ná langt í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Andri er mikil fyrirmynd innan vallar sem utan.

Íþróttamaður æskunnar eldri er Elísa Elíasdóttir handknattleikskona.

Elísa er ungur og efnilegur línumaður sem hefur leikið virkilega vel með yngri flokkum félagsins undanfarin ár. Elísa leikur í 3. Flokki kvenna í handknattleik. Vorið 2021 varð hún Íslandsmeistari með liðinu. Elísa hefur leikið lykilhlutverk í meistaraflokki kvenna í handbolta ásamt því að hafa leikið sinn fyrsta A-landsleik á árinu 2021 aðeins 17 ára gömul.

 

Elísa Elíasdóttir

Aldur: Ég er á 18. ári.

Hvað ertu að æfa oft í viku?

4-7 sinnum á viku, held ég. 

Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að fá viðurkenningu sem íþróttamaður æskunnar fyrir árið 2021?

Það er algjör heiður og ég er ótrúlega þakklátt fyrir valið.

Setur þú þér markmið fyrir hvert ár?

Nei það gerst ekki oft.

Hvert er þitt mottó?

Er mikill aðdáandi af you only live once.

Uppáhaldsmatur?

Naut og bernes.

Hvað gerirðu þegar þú átt frí frá æfingum og leikjum?

Hitti vini mína og chilla með fjöllunni.

Uppáhalds bíómynd/þættir?

Er mikill aðdáandi af Marvel, þannig eiginlega allt sem kemur frá þeim. Einnig Star Wars.

 

 

Andri Erlingsson

Aldur: Verð 15 ára í júní.

Hvað ertu að æfa oft í viku?

Ég er að æfa 11 sinnum í viku.  

Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að fá viðurkenningu sem íþróttamaður æskunnar fyrir árið 2021?

Það er gaman að hafa unnið þetta, vonandi verð ég bara íþróttamaður ársins í framtíðinni.

Setur þú þér markmið fyrir hvert ár?

Já, ég stefni að í golfinu að taka þátt í öllum golfmótum sumarsins.  Í handboltanum þá er það að komast í efstu deildina með liðinu mínu og í fótboltanum að að vinna okkur upp um deild. 

Hvert er þitt mottó?

Mottóið mitt er að vera jákvæður og skemmtilegur.

Uppáhaldsmatur?

Uppáhaldsmatur er Dominos pizza.

Hvað geriru þegar þú átt frí frá æfingum og leikjum?

Spila tölvuleiki og vera með vinum.

Uppáhalds bíómynd/þættir?

Uppáhaldsþættir Outerbanks og svo bara allt golf á youtube.  Uppáhaldsmynd er Spiderman, No Way Home.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search