- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Spjaldtölvugjöf frá Kiwanis

Spjaldtölvurnar á að nota í verkefni sem felur í sér að kenna eldriborgurum í Vestmannaeyjum á spjaldtölvur.

Tómas Sveinsson og Haraldur Bergvinsson fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Helgafells gáfu á dögunum öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar þrjár spjaldtölvur. Spjaldtölvurnar á að nota í verkefni sem felur í sér að kenna eldriborgurum í Vestmannaeyjum á spjaldtölvur. Verkefnið hefur það markmið að nýta tæknina til að efla sjálfstæði eldriborgara. Tekið verður tillit til óska fólks og hvað skiptir það máli. Meðal annars er möguleiki á að kenna fólki að nýta sér heilsuveru.is til að endurnýja lyf, panta sér tíma og vera í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk. Einnig að kenna fólki á samskiptaforrit eins og til dæmis Skype. Það getur verið erfitt að finna tíma í nútímasamfélagi, en myndsamtöl eru hentug til að auka samskipti við ættingja og vini. Samfélagsmiðlar eru einnig góðir til að fylgjast með fjölskyldu og vinum og til að vera í samskiptum við aðra. Auk þess getur fólk lært á heimabanka o.fl. Verkefnið mun hefjast á næstu vikum og er ætlað sem undirbúningur til að fylgja þeirri framþróun sem á sér stað í tæknilausnum í þjónustu við eldriborgara.

Fyrir hönd öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar er félagsmönnum í Kiwanisklúbbnum Helgafell færðar hugheilar þakkir fyrir gjöfina.

Thelma Rós Tómasdóttir verkefnastjóri öldrunarþjónustu og Kolbrún Anna Rúnarsdóttir deildarstjóri stuðningsþjónustu.

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is