Spilaði sinn 250. leik fyrir ÍBV

Dagur Arnarsson spilaði sinn 250. leik um daginn með handboltaliði ÍBV og hefur í þeim leikjum skorað fjölda marka. Dagur er 25 ára Eyjapeyji, en hann útskrifaðist í fyrra sem sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur. Hann vinnur hjá Vinnslustöðinni og sem stendur er hann í Idunni Seafoods.

Við tókum Dag í létta yfirheyrslu.

 

Fjölskylda: Kærastan mín er Svava Tara Ólafsdóttir og eigum við Flóka Dagsson. Foreldrar mínir eru Arnar Pétursson og Minna Ágústsdóttir. Svo á ég systur sem heitir Katla.

Hver er fyndnastur í liðinu? 

Þeir sem þekkja til okkar í liðinu þá er húmorinn aldrei langt undan og stundum eins og við séum fimm ára og allt er fyndið. En Björn Viðar er einstaklega fyndinn.

Áhugamál fyrir utan handbolta? 

Hef rosalega gaman að því að vinna Nökkva Snæ í golfi þrátt fyrir að það gerist sjaldan.

Hvað hræðistu mest? 

Ég hræðist köngulær alveg kjánalega mikið.

Hver er þinn helsti kostur? 

Yfirvegun, dugnaður og þolinmæði. 

Hvaða forrit ertu mest notuð í símanum þínum?

Samkvæmt screen time þá er það Snapchat og facebook.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?

Ég myndi segja lífsgleði.

Skemmtilegasta sagan af ÍBV liðinu?  

Jahá, til að nefna eina þá var það þegar við vorum að fara að keppa í úrslitakeppninni 2014. Þá var reglan sú að við skiptumst á að þvo búningana milli leikja. En það er búið að vera tveggja vikna pása milli deildarinnar og úrslitakeppninnar. Við erum mættir í leik, hópur sá sami og í síðasta leik. Svo fara menn að pæla í því hvar búningarnir séu og hver hefði átt að þrífa þá. Allt í einu verður einn leikmaður hvítur í framan og læðist út úr klefanum og brunar heim. Þá föttuðu menn að hann hefði verið sá seki og pældu því ekkert meira í því. En aldrei kom leikmaðurinn aftur og farið er að hringja í hann, án árangurs. 45 mínútum í leik mætir hann loksins með búningana nema hvað þegar taskan var opnuð mætti gufuský og alveg agalega súr lykt. Þá hafði leikmaðurinn hent töskunni lokaðri inn í þvottarhús fyrir tveimur viku og aldrei sett búningana í vél. Hann gat ekki mætt með búningana í þessu ástandi til leiks.  Hann dó ekki ráðalaus en tók á það ráð að henda sveittum búningunum í þurrkarann, sprautaði rakaspreyi á þá til að reyna að fela lyktina sem ég hreinlega veit ekki hvort var betra eða verra.

Fyrirmyndin? 

Ég held ég eigi ekki einhverja eina fyrirmynd. Er meira fyrir það að taka og tileinkna mér kosti fólks. En til þess að nefna einhvern þá var Michael Jordan alltaf uppá vegg hjá mér.

Draumurinn? 

Fyrir utan það að vera heilbrigður, eiga fjölskyldu og með vinnu, þá væri gaman að prufa handkast í öðru landi. 

Uppáhalds tónlistarmaður? 

Júníus Meyvant

Ef þú mættir velja þrjár manneskjur (lífs eða liðnar) til að bjóða í kvöldmat, hverjar yrði fyrir valinu? 

Væri rosalega til í að hlusta á Kára Stef spjalla við Jesú krist og Boris Bjarna. Hugsa að það gæti verið mjög áhugavert.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search