22.10.2020
Gul viðvörun tekur gildi um kl 16:00 í dag.
Veðurspár gera ráð fyrir að djúpar lægðir verði tíðir gestir fyrir sunnan og suðaustan land næstu 6 daga og jafnvel lengur. Með lægðunum fylgir rigning eða slydda. Síðdegis í dag tekur gul viðvörun gildi á Suðurlandi en spáð er allt að 35 metrum á sekúndu.
Svo inn með öll trampólín ef þau eru ekki nú þegar komin inn og festið alla lausamuni.
Þið munið eftir þessu frá því í september í fyrra er það ekki ?