Spá 20 stiga frosti eða meira og Denni dæmalausi á leiðnni

12.02.2020

Mjög kalt er á land­inu og mesta frostið í nótt mæld­ist á Sand­skeiði 15,2 stig. Í nótt og fyrra­málið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á ein­hverj­um stöðum. Spár fyr­ir ill­viðri föstu­dags­ins eru lítið breytt­ar og verða smám sam­an lík­legri til að ræt­ast eft­ir því sem nær dreg­ur.

„Nú er kalt á land­inu og mest frost í nótt mæld­ist 16,4 stig á Sand­skeiði, 15,2 stig á Húsa­felli, 14,1 stig á Gríms­stöðum á Fjöll­um og 13,7 stig í Víðidal við reiðvöll Hesta­manna­fé­lags­ins Fáks.

Í dag er út­lit fyr­ir norðlæga átt og vind­hraði yf­ir­leitt inn­an við 10 m/​s. Það má bú­ast við dá­litl­um élj­um á norðan­verðu land­inu og einnig eru stöku él á sveimi við suður­strönd­ina. Ann­ars staðar á land­inu er ekki út­lit fyr­ir úr­komu. Það herðir enn á frosti í kvöld. Í nótt og fyrra­málið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á ein­hverj­um stöðum, lík­leg­ast er að það ger­ist inn til lands­ins þar sem lægðir eru í lands­lagi. Seint á morg­un fer síðan að hvessa úr austri.

Þegar þetta er skrifað snemma á miðviku­dags­morgni er lægðin sem á að valda óveðrinu stödd suðvest­ur af Ný­fundna­landi og er skýja­kerfi henn­ar greini­legt á gervi­tungla­mynd­um. Óveðurs­lægðin fer til aust­urs út á Atlants­haf í dag og dýpk­ar ört, en á morg­un tek­ur hún stefnu til norðurs og nálg­ast okk­ur. Bú­ist er við að óveðrið hafi náð há­marki á Íslandi á föstu­dags­morg­un. Viðvar­an­ir vegna veðurs­ins verða upp­færðar í dag eft­ir því sem nýj­ar og ná­kvæm­ari spár ber­ast,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings Veður­stofu Íslands.

Gul viðvör­un hef­ur verið gef­in út fyr­ir allt landið frá því klukk­an þrjú aðfaranótt föstu­dags til klukk­an 21 á föstu­dags­kvöldið. „Spár gera ráð fyr­ir að sér­lega djúp lægð nálg­ist landið úr suðvestri (þrýst­ingi í lægðarmiðju er spáð niður í 930 hPa).

Bú­ast má við aust­læg­um stormi, roki eða ofsa­veðri, hvass­ast sunn­an til á land­inu fram­an af degi. Víða snjó­koma eða slydda, úr­komu­mest sunn­an- og aust­an­lands. Hlýn­andi veður, rign­ing á lág­lendi um landið sunn­an­vert og við aust­ur­strönd­ina síðdeg­is með hita 1 til 5 stig, en vægt frost fyr­ir norðan. Tals­vert hæg­ari vind­ur á land­inu um kvöldið.

Víðtæk­ar sam­göngu­trufl­an­ir eru lík­leg­ar, ekk­ert ferðveður er á meðan viðvör­un­in er í gildi. Lík­ur eru á foktjóni, sér í lagi sunn­an til á land­inu. Fólki er bent á að sýna var­kárni til að fyr­ir­byggja slys og festa lausa­muni eins og frek­ast er kost­ur. Einnig má bú­ast við hárri sjáv­ar­stöðu vegna áhlaðanda.“

Hér má lesa um Denna dæmalausa: Icelanda­ir býr sig und­ir „Denna dæma­lausa“

Veður­spá­in fyr­ir næstu daga

Norðlæg átt 3-10 m/​s. Dá­lít­il él norðan­lands og stöku él við suðaust­ur­strönd­ina, en bjart með köfl­um á suðvest­an­verðu land­inu. Frost 3 til 13 stig í dag og herðir á frosti í nótt.
Vax­andi aust­læg átt á Suður- og Vest­ur­landi síðdeg­is á morg­un, þykkn­ar upp með élj­um við strönd­ina og dreg­ur úr frosti.

Á fimmtu­dag:

Norðlæg eða breyti­leg átt 3-10 m/​s og víða létt­skýjað, en stöku él við norður­strönd­ina. Frost 6 til 20 stig, kald­ast í innsveit­um. Vax­andi suðaustanátt suðvest­an til á land­inu síðdeg­is, þykkn­ar upp með élj­um við strönd­ina og dreg­ur úr frosti.

Á föstu­dag:
Aust­an­storm­ur, rok eða ofsa­veður, hvass­ast sunn­an til á land­inu fram­an af degi. Víða slydda eða snjó­koma, úr­komu­mest sunn­an- og aust­an­lands. Hlýn­andi veður, rign­ing á lág­lendi um landið sunn­an­vert og við aust­ur­strönd­ina und­ir kvöld með hita 1 til 5 stig, en vægt frost fyr­ir norðan. Tals­vert hæg­ari vind­ur víðast hvar á land­inu um kvöldið.

Á laug­ar­dag:
Geng­ur í all­hvassa eða hvassa austanátt með rign­ingu eða slyddu, einkum sunn­an og aust­an til á land­inu. Hiti 1 til 6 stig síðdeg­is.

Á sunnu­dag:
Norðaust­læg átt með rign­ingu eða slyddu norðan- og aust­an­lands og snjó­komu um kvöldið. Úrkomu­lítið sunn­an heiða. Held­ur kóln­andi.

Á mánu­dag:
Norðanátt og snjó­koma eða él á Norður- og Aust­ur­landi, en bjartviðri um landið sunn­an- og vest­an­vert. Víða vægt frost.

Á þriðju­dag:
Suðvest­læg átt með dá­litl­um élj­um, en létt­skýjað fyr­ir norðan og aust­an. Hiti breyt­ist lítið.

Frett er frá mbl.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is