Sorporkustöð, staða og umhverfisáhrif

Á bæjarstjórnarfundi í gær fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, yfir fund bæjarstjórnar og starfsfólks umhverfis- og framkvæmdasviðs, um stöðuna á úrgangsmálum á Íslandi, þar sem m.a. kom fram að miklar breytingar eru að eiga sér stað.

Hringrásarhagkerfi, sorporkustöð, flokkun sorps og endurnýting eru meðal þeirra mála sem unnið er að á vettvangi sveitarfélaga, ríkis og einkaaðila. Ljóst er að ríkið þarf að koma að lausnum í úrgangsmálum sveitarfélaga þar sem auknar kröfur hafa leitt til þess að ferlar til förgunar úrgangs eru orðnir mjög kostnaðarsamir.

Uppbygging sorporkustöðvar í Vestmannaeyjum hefur verið á dagskrá frá árinu 2016, en forsendur hafa breyst verulega síðan þá, bæði rekstrarlega og ekki síður í samstarfi fyrrgreindra aðila, sem miðar að því að finna heildstæða lausn fyrir allt landið.

Fram kom í samantekt umhverfis- og framkvæmdasviðs að aukin áhersla verði lögð á flokkun sorps í allri umræðu um umhverfisáhrif. Vestmannaeyingar geta gert betur þegar kemur að flokkun sorps og aukinni endurnýtingu þess. Ljóst er að förgunarkostnaður flokkaðs sorps er mun lægri og jafnvel endurgjaldslaus á meðan förgunarkostnaður fyrir óflokkað sorp fer hækkandi.

Það er því mikill ávinningur af sorpflokkun bæði hvað varðar kostnað og áhrif á umhverfið.

Við umræðu um málið tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Trausti Hjaltason, Helga Kristín Kolbeins, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Kristín Hartmannsdóttir og Njáll Ragnarsson.

Afgreiðslutillaga frá bæjarfulltrúum D lista

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að málinu verði vísað til umfjöllunar framkvæmda- og hafnarráðs.

Tillagan var felld með fjórum atkvæðum E og H lista gegn þremur atkvæðum fulltrúa D lista.

Afgreiðslutillaga meirihluta H og E lista

Meirihluti H og E lista telur, í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram um stöðu sorpmála, mikilvægt að staldra við áður en lengra er haldið í framkvæmdum við sorporkustöð. Framkvæmda- og hafnarráð fylgir áfram eftir faglegri umfjöllun málsins.

Meirihluti H og E lista hvetur bæjarbúa til þess að vanda flokkun sorps og felur umhverfis- og framkvæmdasviði að fara í fræðslu- og kynningarátak um sorpflokkun.

Tillagan var samþykkt með öllum fjórum atkvæðum E og H lista og Helgu Kristínar Kolbeins fulltrúa D lista. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, fulltrúi D lista, sat hjá. Trausti Hjaltason, fulltrúi D lista, greiddi atkvæði gegn tillögurnni.

Bæjarfulltrúi Trausti Hjaltason gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:

Undirritaður er enn þeirrar skoðunar að það þurfi að klára málið. Það er bæði mikilvægt fyrir umhverfið að hafa þessi mál í betri farvegi í Vestmannaeyjum, eins er þetta samgöngumál. Auk þess er vont að fara framhjá fagráðinu með málið, sem hefur verið með málið í mörg ár á sinni könnu. Eðlilegast væri að málinu yrði vísað aftur í fagráðið til umfjöllunar.

Bæjarfulltrúi Hildur Sólveig Sigurðardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:

Undirrituð situr hjá þar sem framkvæmda- og hafnarráði hefur verið haldið utan við þessa ákvörðunartöku en tekur undir mikilvægi þess að farið verði í átak til að bæta sorpflokkun í Vestmannaeyjum.

Bæjarfulltrúi Helga Kristín Kolbeins gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:

Undirrituð samþykkir tillöguna. Ég tel eðlilegt að staldra við, en fagráðið fylgi málinu eftir og geri því hátt undir höfði

Bókun frá meirihluta E og H lista

Það er rangt að halda því fram að verið sé að fara fram hjá fagráðinu. Sorpmál heyra undir framkvæmda- og hafnarráð og gera það áfram.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search