Þriðjudagur 5. desember 2023
Fálkakoss

Sönn frétt: Ágúst Halldórsson með Fálka í fóstri – myndir og video

Tígull heyrði í Ágústi Halldórssyni og fékk staðfest hjá honum að rétt sé sagt frá þessu á facebooksíðu hans og Instagram, en eftir falsfrétt hans í gær sem birtist á vef Eyjafrétta þá var nú öruggara að spyrja hann beint um það. Tígull fékk að birta færslu hans frá facebooksíðu og brot af Instagram-video frá þessu skemmtilega fund þeirra feðga. Tígull mælir svo með að þið kíkið inn innstagram reikninginn hans: agusthall en þar er stórskemmtilegt video.

Ágúst segir skemmtilega frá fundi pabba síns:

Í gærkvöldi fann pabbi þennan förufálka á bryggjunni í Vestmannaeyjum. Hann er voðalega magur eins og sést á bringunni á fyrstu myndinni.
Hann var með merki á fætinum og kom í ljós eftir spjall við Dr. Erp og Svenja Auhage hjá Náttúrustofu Íslands að hann hafi fundist um borð í skipi alveg aðframkominn í haust. Komið var með hann til Íslands þar sem hann var merktur og síðan sleppt.
Hann var alveg búinn á því þegar pabbi náði honum. (Enda lætur hraðskreiðasta dýr á jörðinni ekki sextíu og þriggja ára gamla löggu ná sér). 

Pabbi kom með hann heim til mín seint í gærkvöldi þar sem ég var búinn að græja búr fyrir hann. Vatn og hráa ribeye steik.
Fyrst var hann skírður að heiðnum sið og fékk nafnið Sindri í höfuðið á Sindra vini mínum.
Þó svo að kynið sé ekki alveg staðfest.
Þá er búið að ákveða nafnið hér með.

Sindri borðaði smá fyrst en matarlystin fer örugglega að koma á næstu dögum eða vikum.
Hann er alveg ótrúlega blíður og góður. Tengist vel við alla fjölskyldumeðlimi (nema húsmóðurina af einhverju orsökum) og ber vel þess merki að hafa áður verið mataður af mönnum.
Einnig er talið að hann þjáist af áfallastreituröskun eftir grimman Íslenskan veturinn sem hefði örugglega drepið hann í gærnótt hefði honum ekki verið bjargað.

Nú er bara að fita Sindra litla eins og hægt er svo hann komi sterkur inn í vorið. 

Kveðja Ágúst Fálkapabbi.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is