Laugardagur 30. september 2023

Söguganga í fótspor Tyrkjaránsmanna

Sunnudaginn 16. júlí nk. kl. 13 stendur Sögusetrið 1627 fyrir Tyrkjaránsgöngu og afhjúpun nýs söguskiltis 

 Í ár eru liðin 396 ár frá Tyrkjaráninu illræmda þegar ránsmenn frá Alsír í Norður- Afríku gengu á land í Vestmannaeyjum, drápu, særðu, rupluðu og tóku til fanga liðlega helming íbúa Vestmannaeyja. Ræningjarnir fluttu hátt á þriðja hundrað Eyjamenn til Alsír og seldu þá þar í þrældóm. Þessi atburður markaði svo djúp spor að hann lifir ennþá í minningu Eyjamanna.

Sögusetrið 1627 er félag sem hefur m.a. það markmið að varðveita og halda á lofti sögu Tyrkjaránsins og öðrum þáttum úr sögu og menningu Vestmannaeyja.  Gangan á sunnudag, og ekki síður afhjúpun nýs söguskiltis við minnis-merki Guðríðar Símonardóttur, er einn liður í þessu starfi félagsins.

Gangan hefst við Ofanleiti þar sem safnast verður saman.

Í göngunni verða rifjaðir upp þættir úr sögu Tyrkjaránsins og m.a. staldrað við Hundraðmannahelli og Fiskhella. Kaffi og kleinur verða í boði við minnismerki Guðríðar, þar sem söguskiltið verður afhjúpað. Gangan endar síðan á  Skansinum.

Um er að ræða auðvelda gönguför sem tekur um 1 ½  – 2 klst. með stuttum stoppum.

Göngustjóri er Helga Hallbergsdóttir.

 Öll hjartanlega velkomin.

 Sögusetrið 1627

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is