Sögubrot Þóru og Óskars á Leó í Sagnheimum

Klukkan 17.00 á föstudaginn á Bryggjunni í Sagnheimum verður farið yfir lífshlaup Óskars Matthíassonar, Óskars á Leó og Þóru Sigurjónsdóttur konu hans í máli og myndum. Óskar hefði orðið 100 ára í mars sl. Hann setti mark sitt á útgerð og athafnalíf í Vestmannaeyjum sem nær aftur fyrir miðja síðustu öld. Byrjaði ungur sem skipstjóri og var kominn í útgerð 1946 .
Óskar reri, Þóra stýrði búi og sá um að koma kallinum á sjóinn. Börnin urðu sjö og fjórir synirnir fóru á sjóinn, voru skipstjórar og útgerðarmenn og var fjölskyldan einn af hornsteinum í atvinnulífi Vestmannaeyja og er enn.

Óskar sótti stíft sjóinn en hlutur Þóru er ekki síðri. Hún annaðist heimilisreksturinn og var húsið sem þau byggðu að Illugagötu tvö miðpunktur útgerðar og fjölskyldu.
Þóra og Óskar eru verðugir fulltrúar kynslóðar sem lagði grunninn að velferðarþjóðfélagi sem við njótum góðs af nú.
Ómar Garðarsson kynnir dagskrána.
Atli Rúnar Halldórsson hefur tekið saman myndbandsstiklur úr fjölskyldu- og atvinnusögu Óskars, Þóru og afkomenda þeirra og styðst við eldri upptökur og myndir úr fórum fjölskyldunnar og ný viðtöl. Þá birtast líka sjónvarpsfréttir úr safni Ríkisútvarpsins sem tengjast umfjöllunarefninu. Þarna ber því margt forvitnilegt fyrir augu og eyru.
Ræðumaður verður Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi bankastjóri Útvegsbankans í Vestmannaeyjum.
Allir velkomnir.

Safnahús Vestmannaeyja og Sjómannadagsráð Vestmannaeyja.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search