Maja eins og hún er kölluð er snyrti-, nagla- og förðunarfræðingur og Bowentæknir að mennt ásamt því að vera búin að fara á alls kyns námskeið tengd faginu eins og t.d. augnháralengingarnar, airbrush, tattoo og special effects makeup svo eitthvað sé nefnt.
En nýjasta viðbótin hjá Maju er Bowen sem hún útskrifaðist úr núna í september. Bowen er heildræn bandvefsmeðferð og er unnið með allan líkamann.
María Erna Jóhannesdóttir er gift Finni Frey Harðasyni og saman eiga þau tvo stráka. Þá Leó Snær Finnsson og Breka Freyr Finnsson
Maja er búin að vera að starfa sem snyrtifræðingur síðan 2007 en er búin að vera að farða og gera neglur síðan 1999.
Það hefur alltaf verið draumur hennar að opna eigin snyrtistofu og nú hefur sá draumur ræst. Hún er að bjóða upp alla almenna snyrtingu og Bowen meðferðir.
Vörurnar sem hún er með í boði eru Académie, rå oils, NN cosmetics og OPI svo eitthvað sé nefnt.
Opnunartími er alla virka daga kl 12-18 og á laugardögum kl 11-14.
Maja segist elska vinnuna sína, finnst alltaf gaman að fara í vinnuna. Yndislegt að geta látið fólki líða vel og elskar að sjá muninn fyrir og eftir.
Að lokum vill hún bjóða alla velkomna á Snyrtihorn Maju á Skólavegi 6 í sama húsi og Litla Skvísubúðin. Hægt er að hafa samband í síma: 861-0216 eða á Facebook síðunni eða instagram.