Síðastliðinn föstudag fóru fram úrslit í Húsasmiðjumótinu í snóker
Mótið var haldið í kjallara Kiwanis. Um þriðja sætið spiluðu þeir Jón Óskar Þórhallsson og Benóný Friðriksson en Jón Óskar bar sigur úr býtum. Úrslitaleikinn spiluðu þeir Birkir Hlynsson og Örn Hilmisson. Birkir er sigurvegari mótsins og hæsta skor (37).
Þess má geta að Örn Hilmisson hefur ekki spilað sportið í nokkra áratugi þar sem hann hætti um tvítugt að spila. 7 ár eru síðan hann spilaði síðast í úrsláttamóti. Feðgarnir Hlynur og Birkir pöntuðu spes græju fyrir Örn svo hann gæti tekið þátt. Þetta var fyrsta mótið sem að Örn prófar græjuna.
Örn var mjög efnilegur á sínum yngri árum en þá var hans hæsta stuð 73.