Smölun í Suðurey – myndir

Haldið var í ævintýraferð út í Suðurey fimmtudaginn síðastliðinn í smölun

Óli Týr, Davíð og Björgvin voru fyrirliðar ferðarinnar en það var hann Þorsteinn sem skutlaði hópnum út í eyju. Tígull fékk að fljóta með ásamt Tígulgosanum, Pétri Steingríms, Gauja á Látrum, Tinnu Hauksdóttur og eldhressum framhaldskólakökkum sem Óli Týr fékk til að koma með og aðstoða. 

Það er ævintýri líkast að fá að príla upp eyjuna og svo niður hinu megin að húsi Suðureyjafélaganna. Smölunin gekk vel þrátt fyrir að eiga við mjög svo þvera forystu rollu sem hefur greinilega fengið að ráða hópnum of lengi. 

Fénu var smalað í réttina, og þar tók við að ría rollurnar ásamt því að gefa þeim lyf. Krakkarnir tóku fullan þátt í öllum verkum og stóðu sig þrusu vel. Davíð (í Tölvun) skellti í pylsur handa hópnum. Svo tók við að flokka hópinn, en 23 rollur fengu frelsið á ný en 11 rollum var sigið niður í bát sem flutti þær upp á Heimaey í slátrun. 

Svo tók við gangan tilbaka niður í bátinn til Þorsteins, sem flutti okkur heim á leið. Það var ekki leiðinlegt að skoppast um í tuðrunni með Gauja sem þekkir hvert einasta örnefni á leiðinni. Og sögur í kringum þau einnig. 

Tígull þakkar fyrir frábæra ferð með Suðureygenginu og hlakkar til næstu ferðar en þá er Óli Týr búin að lofa því að ég megi fara niður himnastigann fræga.

Hér sjáið þið hvar er farið í land
Óli Týr fór vel yfir hvernig þetta gengi fyrir sig.
Davíð Guðmundsson stóð vaktina á brúnninni.
Hér er búið að raða sér í línu og ágætlega gekk að smala
Pétur Steingríms klár
Nonni og Davíð á sínum stað.
Öllum rollunum komið í réttina á sinn stað.
Séð yfir á Heimaey
Allir kátir og smá að ná andanum eftir hlaupin
Flott húsið í Suðurey
Unglingurinn í símanum á meðan hitt unga fólkið dáist að rollunum.
Svo var farið að flokka
Gaui gaf lyf
Allir fengu hlutverk
Nonni ásamt ungum dömum að ría rollurnar
Þau voru kát eftir smölunina, krakkarnir
..
Svo var farið að síga þeim niður í bát, sem flutti þær á Heimaey
Björgvin sagði til á brúnni
Krakkarnir komu rollunum í netið
Ungur nemur, gamall temur
Óli Týr kennir unga piltinum á hvernig er látið síga niður
Blaðamaður Tíguls kom sér vel fyrir með gott útsýni fyrir myndatökur
Óli Týr, Davíð og Björgvin skóla krakkana til
Heimaklettur kom og flutti rollurnar í land
42
Eins og sjá má þá var þessi ferð eintóm gleði þrátt fyrir slatta af harðsperrum dagana á eftir. Tinna Hauks. reyndi að læðast aftan að okkur Nonna og bregða.. en þar sem við vorum að taka sjálfu þá auðvitað sáum við hana allan tíman læðast upp að okkur, og höfðum gaman að.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is