24.08.2020
Tígull fékk að fljóta með í smölun í gær. Það var brakandi blíða, Elliðarey tók vel á móti okkur, stórkostlegt fuglalíf þá mest allt Lundinn okkar fallegi.
Smölunin gekk mjög vel og voru 90 lömb tekin í land, þau voru öll mörkuð, bólusett og gefin lyf eins og reglur segja til um að gera. Einnig var rýjað féð svo það eigi nú léttar með skoppa um eyjuna. Það var hópur af flottu fólki að hjálpast að með þetta allt saman, frá 8 ára upp í 60+ ára og þeir elstu hlupu létt um alla eyju eins og þeir yngstu


















