Smölun í Elliðarey – myndir og myndbönd

24.08.2020

Tígull fékk að fljóta með í smölun í gær. Það var brakandi blíða, Elliðarey tók vel á móti okkur, stórkostlegt fuglalíf þá mest allt Lundinn okkar fallegi.

Smölunin gekk mjög vel og voru 90 lömb tekin í land, þau voru öll mörkuð, bólusett og gefin lyf eins og reglur segja til um að gera. Einnig var rýjað féð svo það eigi nú léttar með skoppa um eyjuna. Það var hópur af flottu fólki að hjálpast að með þetta allt saman, frá 8 ára upp í 60+ ára og þeir elstu hlupu létt um alla eyju eins og þeir yngstu

Gunnlaugur Erlendsson ferjaði okkur út í Elliðarey

Svo var að príla í land, neðsti parturinn eins og skautasvell

Allir hjálpast að.
Hérna má sjá að búið er að girða af leiðina fyrir rollurnar svo þær lendi ekki í sjónum.

Bjarki fer yfir skipurlagið á smölunninni og setur alla á sinn stað.
Það gekk vel að koma öllum rollunum í réttina

Svo var hafist handa við að rýja

Stundum þurfti að taka vel á því til a halda þeim kjurrum.
Nonni og Ágúst voru tveir af fjórum sem ríjuðu allt féið
Tobbi var lyfjamaðurinn
Ok hvort er Tobbi að gefa rollunni lyf eða ????

Það voru nokkrar rollur sem reyndu að fara sína leið
Fénu var svo smellt í tuðru og því skutla í Lóðsina.
Loðsin tilbúin að taka á móti fénu og mannskapnum

Þær létu fara vel um sig í Lóðsinni á leið á Heimaey

Hérna er verið að hífa þær í land í lokin
Hérna eru svo nokkrar myndir frá Guðna sem var staddur um borð í Loðsini

Tobbi vigarlegur við stýrið á tuðrunni
Svo þarf að ganga frá þessu öllu eftir smölunina, hérna er Gunni hulk að henda nokkrum staurum upp á eyjuna.

 






















































































































Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is