Mánudaginn síðastliðinn fór hópur í smölun í Elliðaey og Bjarnarey lagt var af stað klukkan 12:30.
Smölun gekk vel í báðum eyjum. Lóðsin kom svo og sótti féð og mannskapinn, fyrst í Elliðaey og svo var farið yfir í Bjarnarey þetta tók tímann sinn og var kominn haugasjór þegar leið á. Það kom mjög þreyttur mannskapur í land kl 19:30 en ævintýri var þetta eins og ávallt.
Það voru Helgi R. Tórzhamar, Pétur Steingrímsson og Rúnar Þór Ingavarsson sem tóku myndirnar.















