Smit hjá hand­bolta­liði Stjörnunnar sem er komið í sótt­kví | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
88194198_496345327667466_4632845127566491648_n

Smit hjá hand­bolta­liði Stjörnunnar sem er komið í sótt­kví

13.03.2020

Allur leikmannahópur Stjörnunnar Olís-deild karla í handbolta er kominn í sóttkví eftir að upp greindist smit í hópnum. Þetta staðfesti Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi í kvöld.

Ekki fékkst staðfest hver var sá smitaði innan hópsins.

Pétur segir að hann hafi fengið fregnir af þessu í dag, að komið hafi upp smit í leikmannahópnum og því hafi allir leikmenn meistaraflokks karla hjá félaginu verið sendur í sóttkví næstu fjórtán daga.

Hann segir að mikil óvíssa sé um framhaldið. Pétur segir að það verði fróðlegt að sjá hvernig HSÍ ætli að klára mótið og efast um að hægt verði að setja mótið af stað aftur eftir hléið, sem nú hefur verið gert, enda Stjörnuliðið þá nýkomið úr sóttkví.

Hann bætti einnig við að ekki væri víst að Stjarnan yrði eina liðið sem myndi lenda í sóttkví og menn gætu takmarkað hreyft sig í stofunni heima hjá sér.

Stjarnan hefur spilað þrjá leiki síðustu átta daganna. Undanúrslit í bikarnum gegn Aftureldingu, bikarúrslitaleik gegn ÍBV og leik gegn Fram í Olís-deildinni fyrr í vikunni.

Þetta er fyrsta staðfesta tilfellið sem varðar íþróttalið hér á landi en Þorsteinn Már Ragnarsson og fleira íþróttafólk hefur verið í sóttkví síðustu daga. Einnig var leik frestað í 1. deild karla í körfubolta í kvöld eftir að upp kom grunur um smit.

Greint er frá þessu inn á visir.is

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Ör- hugvekja Landakirkju
Hvað þýðir ást? Svör 4 – 8 ára barna við því
Endurnýjun umferðarljósa Heiðarvegi/Strandvegi
Rafræn foreldraviðtöl gengu vel – 95% foreldra ánægð með fyrirkomulagið
Örhelgistund frá Landakirkju – myndband
Markmiðið að þétta miðbæinn og eldri hverfi með því að byggja á lausum lóðum

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X