15.09.2020 15:00
Grjóthnullungur skaust líklega undan hjólbarða steypubifreiðar á fólksbifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt.
Grjóthnullungurinn fór í gengum framrúðu fólksbifreiðarinnar og í höfuð ökumanns.
Í samtali við Tígul sagði lögreglan að mildi var að ekki fór verr.
Fékk ökumaður fólksbifreiðarinnar talsverða áverka á höfuð og var fluttur til aðhlynningar á HSU í Vestmanneyjum.