Slökkviliðið var ræst út – eldur í bíl – Tígull.is – Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
82284933_1043253902704893_6941468909061013504_o

Slökkviliðið var ræst út – eldur í bíl

15.01.2020

ELDUR Í BÍL
Slökkviliðið var ræst út núna í hádeginu þegar tilkynnt var um eld í ökutæki sem lagt hafði verið í stæði, nálægt húsnæði við Hásteinsveg.

Þegar fyrsti bíll kom á vettvang var mikill hiti og reykur í bílnum og laus eldur í vélarrými sem var farinn að teygja sig í mælaborðið. Upphafseldur var fljótt slökktur með handslökkvitæki en til frekara öryggis var vatni frá dælubíl sprautað yfir og vettvangur kældur niður.

Ljóst er að ekki mátti muna miklu að bíllinn yrði alelda með tilheyrandi hættu fyrir nærliggjandi húsnæði. Eldsupptök eru ókunn en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá miðstöð bílsins sem hafði verið í notkun skömmu áður, en bifreiðin er mikið skemmd eftir brunann.

Greint var frá þessu á facebooksíðu Slökkviliðsins

Myndir eru einnig teknar frá síðu Slökkviliðsins

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Jólasveinaklúbbur 2020
Sektarlaus vika á Bókasafni Vestmannaeyja!
Skora á umhverfis og skipulagsráð Vestmannaeyja
Týnd í 47 ár en er nú komin í réttar hendur
Guðdómlega fallegur fluttningur hjá Unu og Söru Renee á laginu The Prayer
26 styrkumsóknir bárust fyrir Viltu hafa áhrif 2021

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is