Það er gul viðvörun fyrir morgundaginn. Það spáir suðvestan hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18-23 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Líkur á samgöngutruflunum og lokunum á vegum, einkum á fjallvegum.
Herjólfur bendir farþegum á að bæði veður og sjólag er ekki hagstætt fyrir morgundaginn, fimmtudaginn 23. janúar.
Því biðja þau þá farþega sem ætla sér að ferðast að fara fyrr heldur en seinna með og einnig að fylgjast með gang mála á miðlum Herjólfs.
Gefin verður út tilkynning fyrir kl. 06:00 í fyrramálið.
Forsíðumynd: Hólmgeir Austfjörð.