Þriðjudagur 25. júní 2024
Hildur Sólveig

Skrifaði bréf til 20 þeirra sem viðhöfðu óþarfa fordóma eða ljót orð

Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifaði 20 einstaklingum bréf sem viðhöfðu óþarfa fordóma eða ljót orð í commentakerfi undir grein sem hún skrifaði á Vísir.is síðastliðin fimmtudag

Vill hún með þessum bréfum, sem eru kurteis bréf með kærleikskveðju benda á alvarleika og mögulegar afleiðingar þeirra orðræðu sem þau viðhöfðu. Og með von að einn af þessum tuttugu aðilum hugsi sig tvisvar um næst áður en hamrað er á lyklaborðið og eigi málefnalegri skoðanaskipti gagnvart öðrum einstaklingum sama hvar þeir búa, hvað þeir kjósa eða hvaða skoðanir þeir hafa.

Hér er öll fræsla Hildar frá facebooksíðu hennar:

Grein sem ég skrifaði á Vísi síðasta föstudag uppskar mikil viðbrögð á athugasemdakerfum hinna ýmsu fjölmiðla. Þar sem ég átti smávegis tíma aflögu í biðinni eftir barni póstlagði ég í dag 20 kærleiksbréf til þeirra sem ég fann heimilisfang hjá og viðhöfðu rætnustu ummælin við greinina ýmist um mig persónulega eða um þjóðhátíðina. Af virðingu við þá sem skrifuðu ummælin hef ég svert nöfn þeirra við meðfylgjandi skjáskot (þó þau hafi raunar verið búin að því sjálf með ummælum sínum).

Mörg þeirra ótal ummæla á hinum ýmsu fjölmiðlum voru frá fólki sem var mér ekki sammála sem er fullkomlega eðlilegt en voru það málefnalega og þakka ég fyrir það eða aðilar sem voru að verja málstað Vestmannaeyja eða taka undir minn sem ég þakka einnig fyrir.

Ég ákvað að senda því fólki sem viðhafði óþarfa fordóma eða ljót orð, orð sín til baka í kurteisu bréfi með kærleikskveðju og áréttingu á alvarleika og mögulegum afleiðingum þeirrar orðræðu sem þau viðhöfðu. Slík orðræða getur m.a. haft skaðleg áhrif á tjáningafrelsið þar sem fólk veigrar sér frekar við því að opinbera skoðanir sínar af hættu við slíkar móttökur og það sem ógnar tjáningafrelsinu er raunveruleg ógn við lýðræðið.

Tilgangurinn með þessum bréfasendingum er ekki mín eigin fórnarlambsvæðing þar sem ég er blessunarlega komin með þykkan skráp af rúmum áratug í stjórnmálum heldur einlæg von um að einn af þessum tuttugu aðilum hugsi sig tvisvar um næst áður en hamrað er á lyklaborðið og eigi málefnalegri skoðanaskipti gagnvart öðrum einstaklingum sama hvar þeir búa, hvað þeir kjósa eða hvaða skoðanir þeir hafa.

Á meðfylgjandi myndum eru dæmi ummæla en 20 þeirra ákvað ég að senda til baka til höfunda sinna.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search