Fimmtudagur 30. nóvember 2023

Skrifað undir samning um rekstur Herjólfs

Vegagerðin og Vestmannaeyjabær skrifa undir þjónustusamning

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjarbæjar skrifuðu í dag undir samning um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Þetta er endurnýjun og framlenging á eldri þjónustusamningi.

„Reksturinn er ríflega ársgamall og kominn í gott horf eftir þá reynslu. Fyrri samningur var þróunarsamningur og mjög ánægjulegt að nú er kominn á framtíðarsamningur. Búið er að taka á þeim erfiðleikum sem hafa komið upp á þróunartímanum sem sumir voru snúnir og óvæntir eins og kórónuveirufaraldurinn. Nú erum við hinsvegar komin á beinu brautina,“ sagði Bergþóra við þetta tækifæri.

Íris var einnig sátt við niðurstöðuna. „Ég er mjög ánægð með að búið sé að skrifa undir samning. Við erum sátt og glöð með að geta haldið áfram með þetta verkefni.“

Greint er frá þessu á vef Vegagerðarinnar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is