Skráning hafin í söngvakeppni barna á þjóðhátíð

Skráning í árlega söngvakeppni barna á Þjóðhátíð er hafin og fer fram á netinu nú eins og fyrr

Foreldrar skrá börnin sín í gegnum Google forms og þurfa því að hafa google reikning til að framkvæma skráningu.
Óskað er eftir nöfnum keppenda og kennitölum þeirra sem og nafni og símanúmeri forráðamanns. Til að skráning teljist gild þarf að skila inn lagi annað hvort með að setja inn tengil á Youtube, Spotify eða aðrar tónlistarveitur. Einnig er mögulegt að skila inn hljóðskrá.

Mælst er til þess að lagaval sé miðað við það að hefðbundin hljómsveit geti flutt lögin. Forráðamenn keppninnar áskila sér rétt til þess að óska eftir öðru lagi sé það ill framkvæmanlegt.
Hljómsveit æfir með keppendum á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð, 29. júlí. Að lokinni skráningu verður haft samband við foreldra keppenda og keppendum útvegaður tími til æfinga umræddan fimmtudag. Mæting á æfingu er skilyrði fyrir þátttöku.

Eldri hópur (börn fædd 2008-2012)
https://forms.gle/Zqp2RxHZkJM1CUGM7

Yngri hópur (börn fædd 2013 og síðar)
https://forms.gle/NUFfYYgJjJe5e2wT9

Forsíðumyndin er af Sigurósu Ástu.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search