Mánudagur 25. september 2023

Skotfélag Vestmannaeyja

Tígull hafði samband við Óskar Elías Sigurðsson, formann Skotíþróttafélags Vestmannaeyja, og fengum að fræðast aðeins um félagið.

Í félaginu eru 60 greiðandi félagsmenn. Í stjórninni eru:  Óskar Elías Sigurðsson  formaður, Finnur Freyr Harðarsson varaformaður, Adolf Þórsson ritari, Jón Helgi Sveinsson gjaldkeri og Gylfi Frímannsson meðstjórnandi.

Við í stjórninni  hittumst mjög reglulega, en í þessu covid ástandi var minna um það. Við héldum til dæmis engin mót í ár en í fyrrasumar héldum við 3 mót. Í ár vildum við frekar einbeita okkur að framkvæmdum og fór sumarið í þær.

 

 

Félagið var stofnað um 1990 og var þá deild innan Týs. Félagið fékk svo sína kennitölu og var því stofnað 24.03.2010 og árið 2019 var hafist handa við að endurvekja félagið  með það að markmiði  að koma upp alvöru skotæfingasvæði. Frá því að við tókum við þá eru nokkrar framkvæmdir búnar og aðrar í vinnslu, og eru til dæmis komin þrjú steypt borð á litla skotvellinum en þar er eingöngu skotið með randkveiktum caliberum. Bráðabirgða aðstaða er fyrir stærri caliber þar sem hægt er að skjóta á 100m og 200m og bráðabirgða haglabyssuvöllur. Eins og er erum við að klára að girða af svæðið, og það er gert með öryggi í huga en eins og gefur að skilja þarf þessi starfsemi nokkuð pláss. Eins komum við til með að setja upp skilti á svæðið sem leiðbeinir fólki hvernig á að umgangast svæðið sem og hvernig gangandi vegfarendur geta gengið við svæðið. Fyrir liggur að halda áfram uppbyggingu á svæðinu, s.b. riffilvöllur fyrir stóra riffla og í framhaldi haglabyssuvöllur.

 

 

Allar þessar framkvæmdir eru hugsaðar til að hafa aðstöðu fyrir skotíþróttir á einum stað, þar sem öryggið er í fyrirrúmi.

Mikill áhugi er á starfinu í félaginu okkar og við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð frá aðilum sem við höfum leitað til  eins og  Vestmannaeyjabæjar, fyrirtækja og einkaaðila. Allir hafa tekið okkur vel, og hefur það hjálpað okkur ótrúlega mikið.

Síðan er reglulega tiltektardagar hjá okkur þar sem allt svæðið er tekið og hreinsað. Það má í raun hver sem er koma í félagið en til þess að geta stundað þessa íþrótt þarftu skotvopnaréttindi. Og þeir sem vilja skrá sig í félagið geta haft samband við okkur á facebooksíðu félagsins eða email skotvey@gmail.com

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is