Skora á aðrar áhafnir að láta gott af sér leiða

Þeir eru flottir strákarnir á Ottó N Þorlákssyni, en þeir ætla að gefa Hollvinasamtökum Hraunbúða í Vestmannaeyjum 500.000 krónur. Og skora á aðrar áhafnir að láta gott af sér leiða.

Hér er færslan þeirra frá facebooksíðu áhafnarinnar:

Gott kvöld.

Eins og síðustu ár, ætlum við áhöfnin á Ottó N Þorlákssyni, að láta eitthvað gott af okkur leiða í lok ársins, með því að leggja til nokkrar krónur í gott málefni.

Í ár ætlum við að leggja Hollvinasamtökum Hraunbúða í Vestmannaeyjum lið, með 500.000 krónum. Okkur finnst mjög mikilvægt að það sé hugsað vel um eldri borgarana okkar með því að bjóða þeim upp á allskonar afþreyingu. Þetta fólk hefur rutt brautina fyrir okkur hin sem yngri erum og byggt upp þetta þjóðfélag. Við þurfum að leggja okkur fram um að hugsa vel um þau, sýna þeim virðingu og passa uppá að þau gleymist ekki.

Við skorum á aðrar áhafnir að gera góðverk, margt smátt gerir eitt stórt segir máltækið.

Á þessari mynd sem fylgir með er hluti af fastri áhöfn ásamt afleysingamönnum sem allir leggja sitt af mörkum.

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegrar aðventu

Bestu kveðjur frá áhöfninni

Myndin er einnig frá þeim félögum.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search