04.01.2021
Á morgun þriðjudaginn 5. janúar hefst skóli á ný eftir jólalaeyfi
Skóli verður samkvæmt stundatöflu og nú hefur verið létt talsvert á takmörkunum í skólastarfi sem þýðir að við getum haft skólahald með nokkuð eðlilegum hætti.
- Hafragrautur verður aftur í boði á morgnana.
- Hádegismatur verður í boði á ný.
- Félagsaðstaða opnar fyrir unglingastigið í frímínútum.
- Valgreinar á unglingastigi byrja aftur með hefðbundnum hætti.
- List- og verkgreinar á miðstigi verða með hefðbundnum hætti.
- Áfram þarf að huga vel að sóttvörnum í skólanum og sótthreinsa á milli hópa.
- 2 m reglan er í gildi meðal starfsfólks og grímuskylda þar sem ekki næsta að halda 2m. Grímuskylda hjá starfsfólki í matsal.
- Engin grímuskylda hjá nemendum.
- Hámark 50 nemendur í hverju rými og hámark 20 starfsmenn.
- Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til. Stjórnendum grunnskóla er heimilt að krefja foreldra, þurfi þeir að koma inn í skólabyggingu, um að nota andlitsgrímur.
Hér má finna nýjustu reglurnar sem gilda til 28. febrúar 2021.